Rafmagnsleysi í Kórahverfinu
Úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins hefur verið flautaður af vegna rafmagnsleysis í Kórnum, Kópavogi. Rafmagnslaust varð í öllu hverfinu og Kórnum þar á meðal.
Leikurinn, sem er á milli Stjörnunnar og Breiðabliks, hófst klukkan 12:30 í Kórnum og var staðan 2-2 þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir. Þá fór rafmagnið hins vegar af hverfinu og var leikurinn því settur á bið.
Ekki tókst að laga vandann og eftir nokkurn tíma kom svo í ljós að viðgerðartími yrði að minnsta kosti klukkustund. Því var ákveðið að flauta leikinn af og verður hann endurtekinn.
Viðureignin mun byrja upp á nýtt, ekki halda áfram frá því sem komið var, og verður nýr leiktími tilkynntur hér á Fótbolta.net strax og hann verður ákveðinn.
Athugasemdir