Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. febrúar 2012 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky 
Poulsen: Ég mun ekki fara aftur til Liverpool
Christian Poulsen
Christian Poulsen
Mynd: Getty Images
Christian Poulsen, miðjumaður Evian TG í Frakklandi hefur útilokað þann möguleika á að snúa aftur til Liverpool næsta sumar.

Poulsen, sem er 31 árs yfirgaf Liverpool síðasta sumar og samdi við Evian, en hann gerði einungis eins árs samning við félagið. Hann hefur nú útilokað þann möguleika á að snúa aftur til enska úrvalsdeildarliðsins en ljóst er að það komi til með að gleðja stuðningsmenn félagsins.

,,Ég hef sagt það frá því ég kom hingað til Evian að ég mun klára tímabilið með þeim og núna gæti ég jafnvel verið lengur," sagði Poulsen.

,,Liverpool? Það tímabil er búið. Ef ég væri 25 ára gamall þá væri staðan allt öðruvísi, en ég er að verða 32 ára gamall og ég hef ekki áhuga á því að vera leikmaður númer 20 í goggunarröðinni."

,,Þegar ég tala við leikmenn hér þá veit ég að orð mín hjálpa þeim og mér finnst mikilvægi mitt meira hér heldur en í Liverpool,"
sagði hann að lokum.

Hann lék með Liverpool eitt tímabil og spilaði 21 leik, en honum tókst ekki að sannfæra Kenny Dalglish stjóra liðsins með spilamennsku sinni og ákvað hann því að ganga til liðs við Evian þar sem hann hefur leikið þrettán leiki, þá alla í byrjunarliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner