Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 09. febrúar 2012 14:42
Elvar Geir Magnússon
Kristján Örn hættur með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Varnarmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu. Hann staðfesti það við Fótbolta.net í dag að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna.

„Maður fékk að spila marga rosalega flotta leiki gegn frábærum andstæðingum og því var þessi ákvörðun mjög erfið. En ég hugsaði þetta vel og komst að þessari niðurstöðu," segir Kristján sem verður 32 ára á árinu.

Hann er uppalinn hjá fyrir norðan en lék með KR hér á landi áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann á 53 A-landsleiki að baki og fjögur mörk.

Hann segir að ráðning á nýjum landsliðsþjálfara hafi ekkert með þessa ákvörðun að gera.

„Nei alls ekki, ég tek þessa ákvörðun bara með sjálfan mig í huga. Mér finnst rétti tímapunkturinn á að ég einbeiti mér að félagsliði mínu og fjölskyldu. Ég spilaði marga landsleiki og er mjög ánægður með feril minn þar."

„Þetta var spurning um að hætta núna eða taka tvö ár í viðbót, klára næsta mót. Á endanum var það niðurstaðan að hætta núna."

Kristján hefur leikið með Hönefoss í Noregi síðan hann yfirgaf herbúðir Brann. Hönefoss vann B-deildina á síðasta tímabili og er því komið upp í efstu deild. Kristján segist tiltölulega bjartsýnn fyrir gengi liðsins á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner