Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 10. febrúar 2012 06:00
Magnús Már Einarsson
Fimm leikmenn í Hamar (Staðfest)
Mynd: Hamar
Mynd: Hamar
Hamar úr Hveragerði hefur styrkt sig fyrir komandi átök í annarri deild karla með því að krækja í fimm nýja leikmenn.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Andy Pew, Andri Magnússon, Högni Haraldsson, Jón Steinar Ágústsson og Vignir Daníel Lúðvíksson.

Pew er enskur miðvörður en hann kemur til Hamarsmanna frá Árborg. Pew skoraði eitt mark í átján leikjum í annarri deildinni í fyrra en hann lék einnig með Selfyssingum 2006 og 2007.

Högni er fæddur árið 1986 en hann er uppalinn hjá ÍA. Högni tók sér frí frá knattspyrnuiðkunn síðastliðið sumar en þar áður lék hann með Skallagrími og ÍA í þriðju deildinni.

Jón Steinar er uppalinn Víkingur en hann hefur leikið með Berserkjum undanfarin ár. Síðastliðið sumar skoraði hann sjö mörk í sextán leikjum í þriðju deildinni.

Vignir Daníel er fæddur árið 1992 en hann lék með öðrum flokki Fram í fyrra. Vignir lék með FH þar til árið 2010 en sama ár fór hann til Fjarðabyggðar á láni og lék einn leik í fyrstu deildinni.

Andri er einnig fæddur árið 1992 og er uppalinn hjá FH en hann lék með öðrum flokki Fram síðari hlutann á síðasta tímabili.

Á efri myndinni má sjá Andy Pew ásamt Salih Heimi Porca þjálfara Hamars og Eyjólfi Harðarsyni formanni meistaraflokksráðs. Á neðri myndinni er Högni Haraldsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner