Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 12. febrúar 2012 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Taylor: Leið illa í maganum þegar ég sá viðbrögð Suarez
Enska knattspyrnusambandið gæti blandað sér í líf Suarez á ný.
Mynd: Getty Images
Gordon Taylor, einn stjórnenda enska knattspyrnusambandsins, segir að sér hafi liðið illa í maganum við að sjá viðbrögð Luis Suarez þegar Patrice Evra reyndi að taka í höndina á honum í leik liðanna á laugardaginn.

Hann segir þetta vera svo alvarlegt að knattspyrnusambandið gæti blandað sér í málin enn á ný.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði Suarez vera til skammar eftir leik liðanna í gær og sagði að hann ætti aldrei að fá að spila aftur fyrir Liverpool.

,,Ég hélt að það væri hægt að komast yfir allt þetta kynþáttafordómamál í dag," sagði Gordon Taylor í viðtali við BBC.

,,Þegar ég heyrði fyrir leikinn að það yrði tekist í hendur, svo heyrði ég hvað gerðist þegar þeir áttu að takast í hendur, mér leið bara illa í maganum.

,,Ég er mjög áhyggjufullur. Enska knattspyrnusambandið þarf að leysa úr þessu með hjálp frá stjórn úrvalsdeildarinnar, knattspyrnumönnum og knattspyrnustjórum úrvalsdeildarinnar.

,,Knattspyrna er íþrótt sem á að sameina fólk, ekki sundra því. Kynþáttafordómar eiga ekki heima á knattspyrnuvellinum.

,,Ástandið er að renna úr greipum okkar, þetta er óheilbrigt fyrir ímynd enskrar knattspyrnu, sérstaklega þegar ríkisstjórnin er farin að skipta sér af þessu eins og raun ber vitni.

,,Stjórnendur Liverpool hefðu mátt koma í veg fyrir þetta með smá skynsemi í upphhafi málsins."


Athugasemdir
banner
banner