,,Við áttum ekki að tapa þessum leik, það er alveg á hreinu," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson spilandi aðstoðarþjálfari Hauka eftir 1-0 tap gegn Breiðabliks í Lengjubikarnum í dag.
,,Svona er þetta, þeir refsa. Þeir eru með gott lið. Við gleymdum okkur aðeins í seinni hálfleik og þeir náðu inn marki en við vorum þéttir í leiknum og áttum ágætis upphlaup og sóknir. Við reyndum að halda boltanum og gerðum það vel á köflum og erum ágætlega ánægðir með leikinn en úrslitin ekki góð."
Mikið mæddi á Sigurbirni í leiknum en hann spilaði allan leikinn á miðjunni og lét mikið í sér heyra og stýrði einnig öllum skiptingum í fjarveru Ólafs Jóhannessonar þjálfara sem er á Ítalíu.
,,Það var bara gaman, þetta er flott. Þetta eru þroskaðir strákar og flottur hópur, það var ekkert vandamál, það er búið að leggja línurnar hérna og þetta var ekkert mál."
Nánar er rætt við Sigurbjörn í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir