Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mið 22. febrúar 2012 07:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Víkingur.net 
Jón Guðbrandsson í viðræðum við Víking Reykjavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðbrandsson hefur æft með Víkingi Reykjavík síðustu vikur. Hann er uppalinn hjá Selfossi en kom í Víkina nítján ára gamall 2004.

Hann lék alls 46 leiki í deild og bikar fyrir félagið á árunum 2004-2008 og skoraði 9 mörk.

Sumarið 2008 sneri Jón aftur á heimaslóðir og spilaði stórt hlutverk í Selfossliðinu þegar það vann sér úrvalsdeildarsæti sumarið 2009. Þá lék hann 18 leiki og skoraði í þeim 5 mörk. Sumarið 2010 skoraði hann svo 4 mörk fyrir Selfoss í 19 leikjum í Pepsi-deildinni.

Nú standa yfir samningaviðræður milli Jóns og Víkings um að hann leiki fyrir félagið í 1. deildinni næstkomandi sumar en hann tók sér frí frá boltanum í fyrra.
Athugasemdir
banner