Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 06. júlí 2012 12:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Lágkúran fylgir kvennaboltanum
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi er þessi fyrirsögn eitthvað til að gera athugasemd við. Við í Grindavík erum þó þeirrar skoðunar að eitthvað sé að hjá sumum liðum. Það er orðið mjög erfitt að byggja upp lið í kvennaboltanum hér á landi og ekki síður eftir að hafa fallið úr efstu deild. Um leið og það er orðið ljóst að lið er fallið er farið að höggva í leikmannahópinn. Lítið við því að gera kannski..... eins dauði er annars brauð. Metnaður leikmannanna okkar er kannski sá að halda sig í efstu deild en það er erfitt fyrir uppeldisfélagið að horfa á eftir mörgum uppöldum leikmönnum til annara liða.

Hvað segir þú þá lesandi góður um það að Breiðablik hringi í efnilega stúlku í okkar félagi sem er EINUNGIS 14 ÁRA og biðli til hennar að flytja sig yfir til þeirra ? Siðlaust kemur upp í minn huga og sjálfsagt ekki fyrsta sagan af þessari tegund. Hver er hugsunin að baki svona óskum. Stórt félag sem hefur á að skipa nokkra tugi af stúlkum í öllum aldursflokkum. En er samt að herja á okkar efnilegasta leikmann sem er einungis 14 ára.

Formlegt erindi barst eftir að haft var samband við stúlkuna og fyrir mína parta segi ég .... þið eruð ykkur til skammar Breiðablik. Það hlýtur að vera lágmark að börnin fái að ljúka grunnskólanum.

Og hvað eigum við „litlu“ liðin úti á landi að gera þegar „stóru“ liðin með allan mannfjöldann ætla að éta alla fiskana í tjörninni sama hversu gamlir þeir eru ?? Sennilega borgar sig ekki fyrir litlu liðin að senda börnin á landsliðsúrtök. Staðreyndin er að fljótlega eftir fyrstu sýningu í þeim glugga fara liðin sem næla sér í leikmenn frá liðunum út á landi á stúfana.

Hvenær ætlar knattspyrnuhreyfingin að bregðast við, hvað með uppeldisbætur? Hvernig stendur á því að við getum ekki samið við okkar ungu leikmenn þannig að einhverjar girðingar séu. Kannski er þetta bara spurning um smá siðferði?

Knattspyrnukveðja f.h. kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur,
Garðar Páll Vignisson
Athugasemdir
banner
banner
banner