Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 08. júní 2013 17:14
Magnús Már Einarsson
Nigel Quashie: Væri ekki verra ef ég hefði hjólastól
Nigel Quashie.
Nigel Quashie.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það væri ekki verra ef ég hefði hjólastól til að komast í burtu," sagði Nigel Quashie þreyttur en léttur í bragði eftir 4-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni í Grafarvogi í dag.

,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  4 BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík skaust á toppinn með sigrinum í dag en liðið er með tólf stig eftir fimm umferðir.

,,Þú færð ekki þessi stig ef þú vinnur ekki fyrir þeim. Við erum með mikla vinnusemi í hópnum og þjálfarinn hefur sagt til hvers hann ætlast. Við eigum leikmenn sem geta komið inn ef það eru meiðsli og við eigum góða leikmenn í 2 og 3. flokki."

,,Ég kom til að hjálpa í unglingastarfinu og þeir sem sjá um það hafa unnið frábært starf. Liðsandinn er frábær hjá félaginu,"
sagði Quashie sem kann vel við sig á Vestfjörðum.

,,Það hefur allir gert sitt til að hjálpa mér að aðlagast, leikmennirnir, þjálfarinn og stjórnin. Þetta er fallegur staður og það er gott að vera búinn að aðlagast þannig að ég get farið brosandi í vinnuna á hverjum degi."

Quashie fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum í dag sem þýðir að hann er á leið í leikbann. Hann mun spila gegn ÍBV í Borgunarbikarnum á fimmtudag og taka síðan bannið út í þarnæsta leik gegn KF.

Í viðtalinu að ofan talar Quashie um gula spjaldið og margt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner