,,Það væri ekki verra ef ég hefði hjólastól til að komast í burtu," sagði Nigel Quashie þreyttur en léttur í bragði eftir 4-2 sigur BÍ/Bolungarvíkur á Fjölni í Grafarvogi í dag.
,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.
,,Svona sigrar gera mann þreytta, þetta var mikil vinna en strákarnir eiga hrós skilið. Þetta var fyllilega verðskuldað," bætti Quashie við en hann skoraði tvívegis í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 4 BÍ/Bolungarvík
BÍ/Bolungarvík skaust á toppinn með sigrinum í dag en liðið er með tólf stig eftir fimm umferðir.
,,Þú færð ekki þessi stig ef þú vinnur ekki fyrir þeim. Við erum með mikla vinnusemi í hópnum og þjálfarinn hefur sagt til hvers hann ætlast. Við eigum leikmenn sem geta komið inn ef það eru meiðsli og við eigum góða leikmenn í 2 og 3. flokki."
,,Ég kom til að hjálpa í unglingastarfinu og þeir sem sjá um það hafa unnið frábært starf. Liðsandinn er frábær hjá félaginu," sagði Quashie sem kann vel við sig á Vestfjörðum.
,,Það hefur allir gert sitt til að hjálpa mér að aðlagast, leikmennirnir, þjálfarinn og stjórnin. Þetta er fallegur staður og það er gott að vera búinn að aðlagast þannig að ég get farið brosandi í vinnuna á hverjum degi."
Quashie fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum í dag sem þýðir að hann er á leið í leikbann. Hann mun spila gegn ÍBV í Borgunarbikarnum á fimmtudag og taka síðan bannið út í þarnæsta leik gegn KF.
Í viðtalinu að ofan talar Quashie um gula spjaldið og margt fleira.
Athugasemdir