Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 13. júlí 2004 06:20
Hafliði Breiðfjörð
Upphitun fyrir Víkingur - Fram
Úr fyrri leik liðanna
Úr fyrri leik liðanna
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Víkingur og Fram leika í kvöld klukkan 19:15 á Víkingsvelli í Fossvoginum. Leikurinn er liður í 10. umferð Landsbankadeildarinnar en fyrri leik liðanna í ár sem fór fram á Laugardalsvelli lauk með 3-0 sigri Framara. Þetta var eini sigur Fram í fyrri umferðinni en Víkingar hafa verið á sigurbraut og unnið síðustu þrjá leiki sína í deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar í 8. sæti með 10 stig en Framarar sitja á botninum með 6 stig og verða þar enn sama hver úrslit leiksins í kvöld verða.

Smellið hér til að skoða stöðuna í deildinni

Framarar munu leika sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara, Ólafs H. Kristjánssonar sem tók við liðinu á dögum en þurfti frí frá fyrstu tveimur leikjunum eftir að hann tók við þar sem hann var að taka námskeið. Víkingar verða hinsvegar án síns þjálfara, Sigurðar Jónssonar, sem tekur út leikbann fyrir fjögur gul spjöld. Þá mun Kári Árnason leikmaður liðsins einnig missa af leiknum af sömu ástæðu.

Frá árinu 1993 hafa liðin áttst við þrisvar sinnum á heimavelli Víkings. Úrslit í þeim þremur leikjum hafa endað hnífjafnt. Víkingur unnið einn árið 1993, 2-0, 2-2 jafntefli árið 1996 og árið 1999 vann Fram 0-2. Markatalan því 4-4.

Líklegt byrjunarlið Víkinga:
Martin Trancík
Andri T. Gunnarsson - Richard Keogh - Grétar S. Sigurðsson - Steinþór Gíslason
Egill Atlason - Vilhjálmur Vilhjálmsson - Haukur Úlfarsson - Viktor Bjarki Arnarson
Daníel Hjaltason - Jermaine Palmer

Meiddir leikmenn Víkinga:
Stefán Örn hnémeiðsl, Sigursteinn meiddur, Þorri meiddur, Höskuldur meiddur

Líklegt byrjunarlið Fram:
Gunnar Sigurðsson
Daði Guðmunds - Andrés Jóns - Eggert Stefánsson - Kristján Haukss.
Ómar H. - Ingvar Ólason - Fróði B. - Jón Gunnar Gunnarsson
Ríkharður Daðason - Andri Fannar
Varamenn: Tómas Ingason, Andri Steinn, Heiðar Geir, Baldur Bjarnason, Hans Fróði

Meiddir leikmenn Fram:
Þorvaldur Makan, hættur vegna höfuðmeiðsla, Gunnar Þór



Sögulegar staðreyndir:
Það þarf væntanlega varla að nefna einvígið sem þessi lið háðu um dolluna árið 1991 sem endaði á því að Víkingar tóku titilinn í Garðinum í síðustu umferð. Það ár var lið Víkinga kallað Fram-B eftir að margir leikmenn liðsins höfðu skipt yfir en þar má telja Guðmund Steinsson, Þorstein Þorsteinsson og Helga Bjarnason. Framarar hefndu fyrir þessar ófarir síðast þegar Víkingar voru í efstu deild með því að bjarga eigin sæti í deildinni og senda Víkinga niður með sigri í síðustu umferðinni.

Aðrir leikmenn en taldir voru að ofan og hafa leikið með báðum liðum eru Atli Einarsson, Atli Helgason og Helgi Sigurðsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner