Þróttur 0 - 1 Keflavík
Rafn Andri Haraldsson átti góðan leik í liði Þróttar. Hér berst hann við markaskorarann Sigurbjörn Hafþórsson í kvöld.
Garðar Eðvaldsson kom í bakvörðinn í stað Guðjóns Árna. Hér reynir hann að stöðva Magnús Már Lúðvíksson.
0-1 Sigurbjörn Hafþórsson (´13)
Keflvíkingar byrjuðu titilvörn sína í VISA-Bikarnum á Valbjarnarvelli í kvöld þegar þeir heimsóttu Þróttara. Leikurinn var í meira lagi tíðindalítill og var það til marks að Keflvíkingar skoruðu með sínu eina skoti á mark í leiknum.
Keflvíkingar byrjuðu titilvörn sína í VISA-Bikarnum á Valbjarnarvelli í kvöld þegar þeir heimsóttu Þróttara. Leikurinn var í meira lagi tíðindalítill og var það til marks að Keflvíkingar skoruðu með sínu eina skoti á mark í leiknum.
Í Keflavíkurliðið vantaði nokkra sterka pósta en Guðmundur Viðar Mete, Kenneth Gustafsson og Jónas Guðni Sævarsson voru ekki með í dag og þá byrjaði Guðmundur Steinarsson á bekknum. Í miðvörðunum voru því Nicolai Jörgensen og Þorsteinn Atli Georgsson og var Hallgrímur Jónasson á miðjunni með Baldri Sigurðssyni.
Í framlínunni með Þórarni var svo 19 ára gamall strákur Sigurbjörn Hafþórsson að nafni sem kom til Keflavíkur frá KS fyrir tímabilið en þetta var hans fyrsti leikur með Keflavík.
Þórhallur Hinriksson átti fyrstu atlöguna að marki fyrir Þrótt þegar skot hans fór rétt framhjá en hann fékk sendingu út í teiginn frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni sem átti ágætis takta upp hægri kantinn og gaf boltann út í teig.
Gestirnir komust yfir með sínu fyrsta og eina skoti í leiknum. Símun Eiler Samuelsen átti þá einleik upp vinstri kantinn eins og svo oft áður í sumar. Hann kom sér alla leið upp að markteig Þróttara vinstra meginn og sendi boltann fyrir þar sem var mættur Sigurbjörn Hafþórsson sem skoraði með sinni fyrstu snertingu fyrir Keflavík í sumar. Þróttarar vildu margir meina að hann hafði skorað með hendi en Sævar Jónsson góður dómari leiksins lét sér fátt um finnast.
Guðjón Árni Antoníusson hægri bakvörðurinn sterki hjá Keflavík var borinn af velli á 31. mínútu eftir tæklingu Þórhalls Hinrikssonar og var hann annar maðurinn í 16-liða úrslitunum sem var sendur með sjúkrabíl upp á spítala. Fyrir hann kom inn á 19 ára gamall strákur að nafni Garðar Eðvaldsson.
Í seinni hálfleik gerðist nánast ekki neitt. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en komust lítt áleiðis að marki Keflavíkur. Darraðadans í teignum eftir hornspyrnu frá hægri á 40. mínútu var það hættulegasta sem gerðist en enginn heimamaður kom skoti á markið inn í teignum og barst boltinn út þar sem Þróttarar reyndu skot sem Bjarki Freyr markmaður Keflavíkur missti í horn.
Úr horninu áttu þeir svo skalla rétt yfir markið en það var það síðasta sem gerðist í leiknum og komust Keflvíkingar því áfram í 8-liða úrslitin.
Þróttur (4-4-2): Ólafur Gunnarsson (M), Jens Elvar Sævarsson, Þórður Hreiðarsson, Michael Jackson, Birkir Pálsson, Rafn Haraldsson, Hallur Halsson, Þórhallur Hinriksson (Haukur Páll Sigurðsson ´46), Adolf Sveinsson (Skúli Jónsson ´46), Magnús Már Lúðvíksson, Hjörtur Júlíus Hjartarson.
Ónotaðir varamenn: Daníel Karlsson (M), Björn Sigurbjörnsson, Andrés Vilhjálmsson, Jón Ragnar Jónsson, Ingvi Sveinsson.
Keflavík (4-4-2): Bjarki Freyr Guðmundsson (M), Guðjón Árni Antoníusson (Garðar Eðvaldsson 31), Þorsteinn Atli Georgsson, Nicolai Jörgensen, Branislav Milicevic, Marco Kotilainen, Hallgrímur Jónasson, Baldur Sigurðsson, Símun Eiler Samuelsen, Sigurbjörn Hafþórsson (Guðmundur Steinarsson ´46), Þórarinn Brynjar Kristjánsson.
Ónotaðir varamenn: Ómar Jóhannsson (M), Óttar Steinn Magnússon, Davíð Örn Hallgrímsson, Högni Helgason.
Tölfræði:
Þróttur - Keflavík
Skot: 7 - 1
á mark: 2 - 1
Horn: 6 - 0
Rangstaða: 5 - 2
Aukaspyrnur fengnar: 13 - 7
Gul spjöld: Þróttur - Rafn Haraldsson (´1), Þórhallur Hinriksson (´45+2). Keflavík - Baldur Sigurðsson (´44), Símun Eiler Samuelsen (´88)
Maður leiksins: Rafn Haraldsson (Þróttur)
Dómari: Sævar Jónsson, góður.
Aðstæður: Fínt veður. Gola og skýjað en völlurinn ekki í besta standi.
Áhorfendur: Ekki uppgefiinn áhorfendajföldi.
Athugasemdir