Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. júlí 2007 17:46
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Yossi Benayoun til Liverpool (Staðfest)
Yossi Benayoun í baráttu við Momo Sissoko en þeir verða núna liðsfélagar hjá Liverpool.
Yossi Benayoun í baráttu við Momo Sissoko en þeir verða núna liðsfélagar hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham en kaupverðið er talið hljóða upp á fimm milljónir punda. Benayoun sem er 25 ára hefur gert fjögurra ára samning við Liverpool en þessi fyrrum leikmaður Racing Santander er fyrirliði ísraelska landsliðsins.

Liverpool seldi Luis Garcia á dögunum til Atletico Madrid á fjórar milljónir punda og er Benayoun ætlað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig.

,,Hann sagðist hafa mikinn áhuga á að fara til Liverpool og eins og Luis er hann mjög teknískur og klár leikmaður með mikinn leikskilning," sagði Rafael Benitez stjóri Liverpool.

,,Hann getur einnig leikið í mörgum stöðum og gefur okkur mismunandi möguleika fyrir liðið. Luis er kannski leikmaður sem skorar fleiri mörk en Benayoun leikmaður sem gefur fleiri stoðsendingar."

,,Honum var boðinn stór samningur hjá West Ham og þá fékk hann tilboð frá mörgum öðrum félögum sem buðu honum meiri pening,"
sagði Benitez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner