Sandra Sigurðardóttir er einn efnilegasti markvörður íslands. Sandra er fædd og uppalin á Siglufirði og lék lengi vel með Þór/KA/KS þegar það var sameinað. Í dag spilar Sandra með Stjörnunni. Sandra hefur spilað fjöldann allann af yngri landsleikjum auk þess sem hún á að baki 2 leiki með A landsliði Íslands.
Það er því við hæfi að Sandra sýni á sér hina hliðina.
Það er því við hæfi að Sandra sýni á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Sandra Sigurðardóttir
Gælunafn: Krílið, stundum verið kennd við Ladda ;)
Aldur: 21 árs í okt
Gift / sambúð? Hvorugt..
Börn: Ekki ennþá..
Hvað eldaðir þú síðast? Tja.. ætli það hafi ekki verið svona burrito, mexíkóskt eitthvað.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni og piparost eða skinku og ananas..
Hvernig gemsa áttu? Samsung..
Uppáhaldssjónvarpsefni? Það er slatti.. Fótbolti og svo er Greys Anatomy í miklu uppáhaldi núna, ásamt Heroes, Desperate Housewives, OC, One Tree Hill, L Word, House, Friends og fleira..
Besta bíómyndin? Hmmm.. Braveheart klikkar ekki.
Hvaða tónlist hlustar þú á? Kemst nálægt því að vera alæta..
Uppáhaldsútvarpsstöð: Bara þær sem spila eitthvað almennilegt. X-ið, Fm 957 og Flass svona til skiptis bara.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn, grænn kristall plús og egils appelsín.
Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net og stjörnubloggið ;)
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Ekkert alvarlega, kemur þó fyrir að maður taki sömu rútinu á leikdegi og svona..
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Verja frá þeim.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Held ég verði að segja FH, sérstaklega eins og staðan er í dag.
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Oliver Kahn og Peter Schmeichel.
Erfiðasti andstæðingur? Hausinn á sjálfri mér..
Ekki erfiðasti andstæðingur? Kalli þjálfari í marki á æfingum! (ok, hann er kannski ágætur) ;)
Besti samherjinn? Gamla gengið í 4. og 5.flokki á Sigló, vorum geðveikt góðar! ;) Annars hef ég átt marga góða samherja..
Sætasti sigurinn? Í 4. eða 5.flokki á pæjumótinu heima á Sigló, vorum að keppa við Tindastól í undanúrslitum og skoruðum í blálokin og urðum svo pæjumótsmeistarar! ;)
Mestu vonbrigði? Tja.. engin sérstök sem ég man, meiðsli sem hafa stoppað mann og töp..
Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Man Utd
Uppáhalds knattspyrnumaðurinn/konan? Luis Figo..
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn/konana fyrr og síðar? Eiður má eiga það að hann er góður.. Síðan eru þær stelpurnar alveg nokkrar þarna.. Margrét Lára, Edda Garðars, Katrín Jóns, Margrét Óla, Ásthildur, Þóra og fleiri..
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins? Katrín Ómars á mikið inni, og Guðný í Val.. en svo er hrikalega mikið af ungum efnilegum stelpum að koma upp..
Strákarnir eru líka margir, Eggert Gunnþór, Björn Bergmann, Aron Einar og margir fleiri..
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Jiii.. þeir eru svo margir! Christian í Fylki er heitur, Gunni Einars, Pálmi, Kató í Val og margir fleiri..
Fallegasta knattspyrnukonan? Ég segi pass..
Grófasti leikmaður deildarinnar? Tjaa..
Besti íþróttafréttamaðurinn? Margrét Lára..
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Pass..
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Tja.. allt í einu voru bara skuggalega margar komnar á fast, þannig að þær hafa þetta nú allar í sér þessar elskur!
Hefurðu skorað sjálfsmark? Hmm.. fer allt eftir því hvað maður kallar sjálfsmark og ekki sjálfsmark! En auðvitað segi ég nei!
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég reyndar spilaði ekki í þessum leik, en það var á móti GRV á Stjörnuvelli og hvort það var Melkorka sem skoraði mark og dómarinn dæmdi það gott og gilt.. síðan voru hinar eitthvað að kvarta, man reyndar ekki alveg útaf hverju.. en þá tók dómarinn sig til og ákvað að dæma markið af svona allt í einu bara. Og skýringin á því var að Melkorka hafði víst verið með eitthvað glott á sér.
Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Nei, hef samt alveg prófað það!
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Ég var svona 14-15 ára, með Þór/KA/KS..
Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Snilldar síðar!
Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Ójá, oft á dag..
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Tja.. svo sem engu, ekkert sem mér dettur í hug að ég vilji láta breyta..
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Væri til í að fara á Metallica tónleika.. en svo hefði maður nú viljað sjá Queen hérna í denn..
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Allskonar uppspils-æfingar sem enginn nennir að vera að gera, og þar sem að markmaðurinn verður útundan!
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Edda Garðars..
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Fjörðurinn góði, Siglufjörður!
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Fer ALLT eftir því hvað ég er að fara að gera..
Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Lance Armstrong..
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, klárlega!
Hver er uppáhalds platan þín? Mjög margar.. og með þetta allt inná i-Podinum!
Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Uuu.. hvort það hafi verið Ísland-Spánn í fyrra held ég..
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Umbro..
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla? Ég held að saga hafi aldrei verið mín sterkasta hlið..
Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar knattspyrnuferlinum lýkur? Eins og er, er lyfjafræðin ofarlega í huga.. en maður veit aldrei hvað maður gerir. Eitthvað að vera í kringum boltann og svona..
Athugasemdir