Heimild: Sky Sports
Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segir að hann muni halda áfram að breyta liði sínu á þessu tímabili. Fjölmiðlar í Bretlandi og út um allan heim, hafa gert sér mat úr því að hann gerir nokkrar breytingar á liði sínu á milli leikja.
En til gamans má geta að á síðasta tímabili unnu Manchester United enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson gerði þá 118 breytingar á liði sínu í gegnum tímabilið sem eru 3,11 breytingar á leik.
Tímabilið þar á undan unnu Chelsea ensku úrvalsdeildina nokkuð örugglega. Þá gerði Jose Mourinho stjóri liðsins 118 breytingar á sínu liði í gegnum tímabilið, sem eru einnig 3,11 breytingar á leik.
Hvað skyldi Rafa Benitez þá hafa gert margar breytingar á liði sínu á síðasta tímabili sem orsakaði svona mikið umtal?
Jú, á síðastliðnu tímabili gerði Rafa Benitez 118 breytingar á liði sínu sem eru einmitt 3,11 breytingar á leik, því spyrja menn sig hvort hann eigi þessa gagnrýni almennt skilið.
,,Ég veit að margir væru til í að sjá sama byrjunarliðið í hverri viku en það er ómögulegt. Ef leikmenn eru að spila vel og við erum að vinna marga leiki í röð, þá reyni ég að halda þeim í liðinu,” sagði Benitez.
,,En hversu mörg lið í úrvalsdeildinni geta haldið sama byrjunarliðinu í hverri viku? Þegar þú athugar það, þá eru það ofast lið sem eru fyrir utan átta efstu liðin. Af hverju? Vegna þess að þau spila vanalega bara einn leik á viku,” bætti Benitez við.
,,Við vonumst til að spila 60 leiki á þessu tímabili og það er ekki hægt að spila með sömu leikmenn í hverri viku. Þreytt lið er oft taplið,” sagði Spánverjinn að lokum.
Athugasemdir