Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   þri 28. ágúst 2007 21:37
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Leik hætt í enska deildabikarnum eftir að Clarke hneig niður
Leik Nottingham Forest og Leicester í enska deildabikarnum var hætt í hálfleik í kvöld eftir að Clice Clarke varnarmaður Leicester varnarmaður Leicester hneig niður í búningsklefanum í hálfleik.

Sjúkraliðar fóru í miklum skyndi niður í göngin til að huga að Clarke skömmu eftir að flautað var til leikhlés og í kjölfarið var hann fluttur á sjúkrahús.

,,Clive var mjög alvarlega veikur," sagði Tim Davies framkvæmdastjóri Leicester eftir leikinn. ,,Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Hann sagði nokkur orð í sjúkrabílnum. Hugur okkar og bænir eru með Clive og fjölskyldu hans. Ég vil þakka Nottingham Forest kærlega fyrir að taka svo fljótt á málinu."

Clarke sem er 27 ára gamall er talinn vera við meðvitund en hann dvelur nú á drottningarsjúkrahúsinu í Nottingham.

Forest voru 1-0 yfir í hálfleik eftir mark Junior Agogo en eftir 15 mínútna seinkun á leiknum gengu þeir Colin Calderwood stjóri Forest og Martin Allen stjóri Leicester inn á völlinn og tilkynntu áhorfendum að leikurinn hafði verið stöðvaður.

,,Því miður verðum við að tilkynna að vegna alvarlegra veikinda leikmanns Leicester hafa bæði félög samþykkt að fresta leiknum," sagði Calderwood.

Fyrr í dag lést Antonio Puerta leikmaður Sevilla og spænska landsliðsins eftir að hann hneig niður í leik Sevilla og Getafe um helgina.
Athugasemdir
banner