Formenn knattspyrnudeilda þeirra félaga sem eiga lið í Landsbankadeild karla hafa svarað ákalli stjórnar KSÍ til þjálfara knattspyrnuliða þar sem óskað eftir því að dómarar virði störf knattspyrnufélaga, þjálfara og ekki síst leikmanna.
Virðist sem menn séu ekki par sáttir í þessu máli en fjórir þjálfarar fóru fyrir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær vegna ummæla sinna og enn á eftir að birta úrskurð aga- og úrskurðanefndarinnar í því máli.
Virðist sem menn séu ekki par sáttir í þessu máli en fjórir þjálfarar fóru fyrir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær vegna ummæla sinna og enn á eftir að birta úrskurð aga- og úrskurðanefndarinnar í því máli.
Formenn knattspyrnudeildanna sem eiga lið í Landsbankadeild karla funduðu í gær þar sem Gísli Gíslason formaður þess félagsskaps lagði fram ákall félaganna vegna ákallsbréfs sem þjálfarar og forystumenn fengu frá KSÍ á föstudag. Ákallið er þó ekki samþykkt formannana.
Hér að neðan má sjá annarsvegar bréfið sem formenn knattspyrnudeildanna sendu til KSÍ vegna knattspyrnudómara og hinsvegar bréfið sem stjórn KSÍ sendi þjálfurum og forystumönnum félaganna fyrir helgi.
Bréf knattspyrnudeildanna til KSÍ og dómara
Ákall til knattspyrnudómara
Knattspyrnudómarar eru stjórnendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem bera ábyrgð á framgangi leiksins innan vallar. Hlutverk þeirra er vandasamt og krefst þekkingar og reynslu. Þeir eru fagmenn íþróttarinnar. Það er því skylda þeirra að koma fram með ábyrgum hætti, sinna skyldum sínum í samræmi við leikreglur um knattspyrnu og standa vörð um ímynd knattspyrnuleiksins. Í starfi sínu eiga dómarar að kappkosta að sinna skyldum sínum af alúð og á skemmtilegan hátt sem skapar áhuga og eykur vinsældir leiksins.
Starf dómara í knattspyrnuleik er vandasamt, það þekkja engir betur en mestu fagmenn leiksins. Þess vegna ber dómurum að virða störf stjórna knattspyrnufélaga, þjálfara og ekki síst leikmanna og fjalla um þau af fagmennsku og án hlutdrægni.
Bréf stjórnar KSÍ ti þjálfara og forystumanna
Ákall til þjálfara knattspyrnuliða frá stjórn KSÍ
- Félög beðin um að koma eftirfarandi á framfæri við þjálfara og forráðamenn
Knattspyrnuþjálfarar eru stjórnendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem bera ábyrgð á framgangi leiksins innan vallar. Hlutverk þeirra er vandasamt og krefst þekkingar og reynslu. Þeir eru fagmenn íþróttarinnar. Það er því skylda þeirra að koma fram með ábyrgum hætti á opinberum vettvangi og standa vörð um ímynd knattspyrnuleiksins. Í umfjöllun og tilsvörum eiga þjálfara að kappkosta að gera leiknum skil á fræðandi og skemmtilegan hátt sem skapar áhuga og eykur vinsældir leiksins.
Starf dómara í knattspyrnuleik er vandasamt, það þekkja engir betur en mestu fagmenn leiksins, þjálfararnir. Þess vegna ber þjálfurum að virða störf dómara og fjalla um þau af fagmennsku án meiðandi eða særandi ummæla.
Athugasemdir