Heimild: Habervitrini
Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar og íslenska landsliðsins, er orðaður við tyrkneska félagið Besiktas í fjölmiðlum þar í landi í dag.
Því er haldið fram að Besiktas hafi átt viðræður við Gautaborgar-liðið áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í ágúst og sé tilbúið að reiða fram 1 milljón evra fyrir íslenska landsliðsmanninn.
Hinsvegar muni það ekki reynast nóg, segir í tyrkneskum fjölmiðlum, vegna þess að ítalska stórliðið Roma sé með 5 milljón evra tilboð í burðarliðnum fyrir leikmanninn.
Ertugrul Saglam'in, þjálfari Besiktas, er talinn hafa miklar mætur á Ragnari og sér hann sem framtíðarstjörnu í evrópskri knattspyrnu.
Athugasemdir