Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mið 31. október 2007 06:30
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Football365 
Bordeaux með augastað á Ragnari Sigurðssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð, sé undir smásjá stórliðsins Bordeaux.

Þess er getið að forráðamenn Bordeaux verða að vera snarir í snúningum vegna þess að fjölmörg lið á Englandi og Ítalíu eru að undirbúa tilboð í varnarmanninn sterka.

Ennfremur er greint frá því að franska liðið Sochaux hafi fylgst náið með Ragnari í sumar, eins og Fótbolti.net hefur áður greint frá, og að fyrrum Fylkismaðurinn hafi ekkert á móti því að flytjast til Frakklands.

Umboðsmaður Ragnars, Arnór Guðjohnsen, lék með Bordeaux í upphafi tíunda áratugarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner