Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 08. nóvember 2007 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Þróttar 
Ingvi Sveinsson áfram hjá Þrótti næstu tvö árin
Ingvi Sveinsson.
Ingvi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ingvi Sveinsson varnarmaður Þróttar skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við Þróttara sem eru nýliðar í Landsbankadeild karla á komandi leiktíð en fyrri samningur hans við félagið var að renna út nú um áramótin.

Ingvi hefur leikið 206 leiki með meistaraflokki Þróttar og þar af um 30 í efstu deild, hann hefur leikið með Þrótti frá rennandi blautu barnsbeini.

Ingvi hefur aðalega leikið sem varnarmaður og miðjumaður,en mest sem bakvörður síðustu árin. Hann lék lítið með liðinu í 1. deildinni í sumar vegna veikinda sem nú eru að baki og því getur hann farið á fullu með liðinu í Landsbankadeildina næsta sumar.

Þróttarar halda flestum sínum leikmönnum frá síðustu leiktíð þegar liðið endaði í 2. sæti 1. deildarinnar í sumar. Þeir hafa aðeins misst þá Jens Elvar Sævarsson og Skúla Jónsson sem voru á láni og þá eru allar líkur á að Jóhann Hreiðarsson fari í Dalvík/Reyni.

Þeir fengu hinsvegar góðan liðsstyrk þegar Sigmundur Kristjánsson sneri aftur heim í Þrótt úr KR og auk þess má búast við því að þeir styrki hópinn enn frekar áður en að leiktíðinni kemur.
Athugasemdir
banner
banner
banner