Heimild: Sky
Alex McLeish landsliðsþjálfari Skota vill að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, grípi til aðgerða gegn línuverðinum sem hann segir að hafi bundið enda á vonir Skota um að komast á Evrópumótið næsta sumar.
Juan Carlos Jiminez línuvörður sagði að Alan Hutton hafi brotið á Giorgio Chiellini undir lok leiksins og í kjölfarið var dæmd aukaspyrna sem sigurmark Ítalíu kom úr.
McLeish var brjálaður yfir ákvörðun línuvarðarins eftir leikinn og vill láta refsa mönnum fyrir svona mistök.
,,Dómarinn gaf þetta, ótrúlega, og hræðilega, það er enginn vafi á því," sagði McLeish við Sky Sports News. ,,UEFA fólkið veður að spyrja hann afhverju hann gerði það og segja honum að þetta hafi verið hræðileg ákvörðun."
,,Ef þetta hafði verið leikmaður sem tók hræðilega ákvörðun í leik eða gerði stór mistök þá myndi hann líklega ekki spila næsta leik. Varðandi þennan dómara þá verða þeir að skoða þetta og segja að hann ætti ekki að dæma svona leik."
,, Mér fannst þetta hræðileg mistök og ég veit ekki afhverju hann gerði þetta. Mér finnst hann ekki eiga skilið að dæma í stórleikjum."
Athugasemdir