Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 28. nóvember 2007 09:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
David Dein vill að Houllier taki við enska landsliðinu
David Dein er hér aftastur á myndinni þegar Arsenal tilkynnti komu Theo Walcott til Arsenal.
David Dein er hér aftastur á myndinni þegar Arsenal tilkynnti komu Theo Walcott til Arsenal.
Mynd: Getty Images
David Dein fyrrum varaformaður Arsenal sem réði Arsene Wenger til félagsins á sínum tíma vill að enska knattspyrnusambandið ráði Gerard Houllier fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool sem nýjan þjálfara enska landsliðsins.

Dein sem hætti sem varaformaður Arsenal í apríl hafði á sínum tíma einnig beitt sér fyrir því að Sven Göran Eriksson yrði r´ðainn þjálfari enska landsliðsins og á Soccerex football ráðstefnunni í Jóhannesarborg í gær sagði hann að Houllier ætti að fá starfið þar sem Arsene Wenger býður sig ekki fram í það.

,,Hver er besti maðurinn í starfið? Arsene Wenger, en hann vill ekki taka að sér starfið. Hann vill vinna daglega með leikmönnum. En í valinu væri heimska að líta framhjá Gerard Houllier, hæfileikum hans og því sem hann hefur áorkað. Hann var ekki tæknilegur ráðgjafi franska landsliðsins fyrir ekki neitt."

Houllier er sextugur. Hann var knattspyrnustjóri Liverpool í sex ár frá 1998 - 2004. Dein sem seldi allan hlut sinn í Arsenal til rússneska milljarðamæringsins Alisher Usmanov á 75 milljónir punda segir að hann yrði hæstánægður ef framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins hefði samband við sig um ráðningu á nýjum þjálfara.

,,Það er vitað að ég vildi að Luiz Felipe Scolari yrði ráðinn síðast, en allir sögðu að það væri vitleysa. Margir vildu enskan stjóra þegar Sven fór. Núna er almennings álitið að velja bara þann besta. Því miður gekk þetta ekki hjá Steve McClaren. Það væri vitleysa að segja að það væri enginn enskur stjóri verðugur til að taka við starfinu. Mér finnst bara að það eigi að ráða besta manninn óháð þjóðerni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner