Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. desember 2007 14:10
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Salif Diao til Stoke (Staðfest)
Diao í leik með Liverpool á sínum tíma
Diao í leik með Liverpool á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Fyrrum íslendingafélagið Stoke City hefur fengið senegalska miðjumanninn Salif Diao til liðs við sig á frjálsri sölu.

Diao sem er 30 ára skrifaði undir samning til ársins 2009 en hann var í láni hjá liðinu á síðustu leiktíð og spilaði 27 leiki og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Diao kom fyrst til Englands þegar Gerard Houllier keypti kappann frá Sedan í Frakklandi á litlar 5 milljónir punda eftir að Diao hafði leikið frábærlega með Senegal á HM 2002.

Diao náði sér aldrei á strik hjá Liverpool og var meðal annars lánaður til Birmingham og Portsmouth auk Stoke. Tony Pulis var mjög ánægður með að hafa landað Diao.

,,Við höfum sýnt hver metnaður okkar er með þessum kaupum. Salif (Diao) er stórkostlegur leikmaður og ég er mjög, mjög ánægður að fá hann aftur," sagði Pulis.
Athugasemdir
banner
banner
banner