Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 20. desember 2007 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Rhode Islands skólans 
Dóra María vekur athygli í Bandaríkjunum
Dóra María í leik með Val í sumar.
Dóra María í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lárusdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í bandaríska háskólaboltanum og var valin í úrvalslið Norðaustur deildarinnar fyrir frammistöðu sína með háskólaliði Rhode Island á árinu.

Það voru samtök þjálfara sem völdu hana í þetta úrvalslið NSCAA/adidas NCAA deildar 1.

Auk Dóru fékk Deb Nelson liðsfélagi hennar sömu viðurkenningu og á vefsíðu skólans segir Zac Shaw þjálfari liðsins. ,,Þetta er mikill heiður fyrir þessa tvo leikmenn en endurspeglar líka afrek alls liðsins."

Dóra María er í þriðja sæti í stigagjöf á tímabilinu með 28 stig sem hún fær fyrir að skora 10 mörk og leggja upp átta. Í heildina varð hún í fimmta sæti í deildinni.

Hún leikur á sumrin með Val þar sem hún varð Íslandsmeistari í sumar og auk þess á hún fast sæti í íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner