Heimild: Opinber vefsíða Real Madrid
Hæstánægður með sína menn
Real Madrid fara inn í jólafríið á Spáni með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Bernd Schuster naut þess að fylgjast með sínum mönnum sigra Börsunga sannfærandi á Nou Camp í kvöld í hinum svokallaða 'El Clasico' stórleik.
Schuster hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði að þetta hefði verið sigur liðsheildarinnar. ,,Mér finnst það vera mjög gott að koma í veg fyrir að Barcelona skori á sínum eigin leikvangi. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur gerst í langan tíma."
,,Þetta var langt frá því að vera auðvelt. Þessir leikir vinnast á smáatriðum. Þetta var kannski ekki besti erkifjendalelikurinn í sögunni en þetta var mjög jafn slagur með mikilli taktískri vinnu. Við erum mjög ánægðir og ég held við höfum átt sigurinn skilið,." sagði Schuster eftir stórleikinn í kvöld.
,,Mér fannst við standa okkur virkilega vel í vörninni, komum í veg fyrir að þeir nálguðust teiginn auðveldlega. Markið var mikið áfall fyrir þá en mér fannst við vera of miskunnarsamir í seinni hálfleiknum. Við hefðum getað skorað annað en við erum samt mjög ánægðir."
Julio Baptista skoraði eina mark leiksins sem tryggði Madrídingum sigur en það kom eftir glæsilegan þríhyrning við Ruud van Nistelrooy sem Baptista kláraði svo í fyrsta upp í bláhornið.
,,Baptista var duglegur og hafði trú á sér. Hann beið eftir sínum tækifærum og notaði þau. Hann á þau skilið. Þetta var liðssigur og allflestir leikmenn mínir stóðu sig frábærlega."
Aðspurður sagðist Schuster ekki vilja hlusta á að þjálfari hafi unnið annan þjálfara en Frank Rijkaard hjá Barcelona hefur verið sterklega orðaður við Chelsea og var mikið rætt og skrifað um starf hans á undanförnum dögum.
,,Ég vil ekki tala um að þjálfari hafi borið sigurorð af þjálfara. Leikmennirnir unnu í kvöld," sagði Schuster væntanlega kampakátur eftir leikinn. ,,Real Madrid vann sem lið. Þjálfarinn segir sínum mönnum til en það eru leikmennirnir sem ákveða að lokum hvað gerist."
Þegar Schuster var spurður út í hvort að hans lið myndi vinna deildina en liðið er með sjö stiga forystu þegar deildin fer í smá jólafrí og næsta umferð er ekki f yrr en 6. janúar 2008.
,,Ég tek einn hlut í einu. Ég hef ekki efni á að giska á hvernig formi liðið verður í eftir tvo leiki, við erum að ná okkar markmiðum og leikstíll okkar leyfir okkur að vinna leiki. Við erum í góðri stöðu núna en titlar vinnast þegar tímabilum lýkur."
Athugasemdir