Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 08. janúar 2008 15:34
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Stuðningsmenn Luton veittust fyrst að Carragher
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Liverpool sögðu í dag að Jamie Carragher leikmaður liðsins hafi lent í að stuðningsmenn Luton hræktu að honum og skvettu yfir hann bjór áður en hann svaraði þeim eftir leik liðanna í enska bikarnum um helgina.

Í enska götublaðinu The Sun í dag mátti sjá hvar Carragher var að rífast við stuðningsmenn Luton sem sátu í einkastúku á leikvangi liðsins Kenilworth Road. Liverpool segjast hafa fengið nokkur símtöl frá stuðningsmönnum sem fullyrða að Carragher hafi ekki átt sökina á því sem gerðist.

,,Í lokin þegar menn voru að hlaupa sig niður fór Jamie til baka til að gefa börnum í einkastúkunum eiginhandaráritanir," sagði talsmaður Liverpool í dag.

,,Því miður lenti hann í móðgunum og bjór var skvett yfir hann. Hann hefði líklega betur sleppt því að blanda sér í málin en það er bara ákveðið mikið sem manneskjur geta þolað."

Simon Lamport sem er fæddur í Luton var vitni að atburðinu þar sem hann var nærri í einni af einkastúkunum með syni sínum. Hann sagði. ,,Ég varð vitni að því sem gerðist og það er ekkert eins og sett hefur verið fram. Ég var í einkastúkunni með syuni mínum aðeins frá því þar sem þetta gerðist."

,,Allir hinir stuðningsmennirnir voru farnir en leikmenn Liverpool voru að skokka á vellinum. Eftir það komu þessir leikmenn að árita leikskrár, treyjur og slíkt fyrir stuðingsmennina, þar á meðal son minn."

,,En það var hópur stuðingsmanna Lutons em voru klæddir eins og Scousers og þeir byrjuðu að gera grín að Jamie Carragher. Svo virtist sem á hann hafi verið hrækt og kannski var það bjór sem var skvett á Carragher. Já hann stökk upp í stúkuna til að tala við þá. Hann var ekki leiddur í burtu af öryggisvörðum eða neitt slíkt og svo hoppaði hann niður aftur."

,,Hann hefði auðveldlega getað farið beint í einkastúkuna en gerði það ekki. En þessir átta áhorfendur í stúkunni hættu fljótlega. Það var líka einhverju beint að fjölskyldu Carragher."

,,Það sem gerðist fyrir hann var út í hött. Ég held að leikmenn ættu ekki að þurfa að þola svona, sérstaklega þegar þeir koma svona góðir til að gefa unga fólkinu eiginhandaráritanir og tala við það. Ég er ekki stuðningsmaður Liverpool, ég var fæddur og uppalinn í Luton, en það er ekki rétt hvernig þetta var sett fram."

Athugasemdir
banner
banner
banner