Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mið 09. janúar 2008 17:57
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Newcastle United 
Sam Allardyce rekinn frá Newcastle United (Uppfært)
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce er hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle United en þetta var staðfest á vefsíðu félagsins nú seinni partinn. Alan Shearer hefur verið orðaður við stöðuna en ekkert kemur fram á vefsíðu félagsins um hver tekur við liðinu.

Newcastle United hafa í dag sagt skilið við Sam Allardyce sem stjóra liðsins og tekur það gildi strax," sagði í yfirlýsingu félagsins. ,,Ákvörðunin var tekin sameiginlega."

Chris Mort formaður Newcastle United sagði: ,,Mike og ég viljum þakka Sam fyrir framlag sitt og óskum honum alls hins besta í framtíðinni."

,,Nýr stjóri hefur ekki verið ráðinn hjá Newcastle United. Við munum koma með frekari tilkynningar um knattspyrnustjóra stöðuna þegar það hentar."


Sam Allardyce sagði: ,,Ég er vonsvikinn með að yfirgefa Newcastle Unitd en vil óska félaginu alls hins besta það sem eftir er af tímabilinu og til framtíðar."

Nigel Pearson þjálfari aðalliðsins mun stýra liðinu í leiknum gegn Manchester United um helgina.

Sam Allardyce er 54 ára gamall. Hann gerði garðinn frægann með Bolton Wanderers sem hann stýrði á árunum 1999-2007 og er hann var þar vann hann deildabikarinn og kom liðinu í UEFA Cup sæti í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hann tók við Newcastle United í sumar þar sem óánægja hefur verið með frammistöðu og spilamennsku liðsins sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðinu hefur ekkert gengið upp á síðkastið og náði þannig aðeins einu stigi af sex mögulegum í leikjum gegn botnliðum Wigan og Derby og gerði jafntefli við Stoke City í bikarleik um helgina.

Þá hefur mál Joey Barton ekki hjápað stöðu Allardyce hjá félaginu en hann keypti hann sem vandræðagemsa í sumar og taldi sig geta ráðið við hann. Barton gisti hinsvegar fangageymslur yfir áramótin eftir líkamsárás.
Athugasemdir
banner
banner
banner