Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   lau 23. febrúar 2008 16:12
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Birmingham 
Yfirlýsing frá Birmingham vegna meiðsla Eduardo
Birmingham hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tæklingar Martin Taylor leikmanns liðsins á Eduardo da Silva leikmanni Arsenal í leik liðanna í dag en Eduardo fótbrotnaði illa og er nú á sjúkrahúsi.

,,Það hryggir félagið að fótboltaleikur sem bauð upp á margt hafi endað svona vegna alvarlegra meiðsla sem Eduardo leikmaður Arsenal hlaut," sagði í yfirlýsingunni.

,,Martin Taylor er gallharður á því að það hafi ekki verið neinn illur ásetningur í tæklingunni og hann tekur alvarleika meiðsla Eduardo mikið inn á sig."

,,Eftir að hafa skoðað atvikið er það augljóslega málið og félagið og Martin Taylor vilja senda bestu óskir til Eduardo um skjótan bata."

Athugasemdir
banner