Heimild: Morgunblaðið
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur áhuga á að kaupa Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmann HK og U-21 árs landsliðsins, en hann var til reynslu hjá félaginu í síðustu viku og þótti standa sig vel. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.
,,Mér leist mjög vel á mig hjá West Ham og það er vissulega spennandi kostur að fara þangað,” sagði Hólmar Örn í samtali við Morgunblaðið.
Hólmar, sem er á átjánda aldursári, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína með Kópavogsliðinu og hafa félög á borð við Bayern Munchen og Hertha Berlin verið með hann undir smásjánni.
Athugasemdir