Heimild: Aftenposten
Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt hefur fengið Birki Bjarnason, leikmann Vikings frá Stafangri og U-21 árs landsliðsins, á leigu út keppnistímabilið 2008.
,,Við höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi. Birkir er gríðarlega vinnusamur miðjumaður sem er sterkur í návígum og ég er mjög ánægður með að við höfum komist að samkomulagi við Viking um að fá hann að láni,” sagði Kare Ingebrigtsen, þjálfari Bodö/Glimt, í samtali við norska fjölmiðla í kvöld.
Birkir, sem er samningsbundinn Viking til loka ársins 2009, átti erfitt uppdráttar hjá félaginu á síðustu leiktíð undir stjórn hins þýska Uwe Rösler og það virtist fyrirséð að sama yrði upp á teningnum á komandi keppnistímabili.
Bodö/Glimt, með Birki innanborðs, mun halda í æfingabúðir til La Manga á Spáni á næstu dögum.
Athugasemdir