Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 02. mars 2008 18:49
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Framarar lögðu Þrótt
Þróttur 0-1 Fram
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
0-1 Heiðar Geir Júlíusson ('44, víti)

Framarar náðu góðum 0-1 sigri á Þrótturum í Lengjubikar karla nú í dag en leiknum var að ljúka í Egilshöll.

Eina mark leiksins skoraði Heiðar Geir Júlíusson úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Bjarki Freyr Guðmundsson markvörður Þróttar var þá kominn langt út í teiginn við vítateigs línu þar sem hann mætti Hjálmari Þórarinssyni framherja Fram og þeir lentu saman. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu sem Heiðar Geir tók og skoraði.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum en þó var nokkuð um færi, hjá Þrótturm varði Hannes Þ. Halldórsson einu sinni vel og í annað skipti bjargaði marksláin Frömurum.

Hinum megin á vellinum var mun meira fjör. Bjarki Freyr Guðmundsson markvörður Þróttar bjargaði þeim nokkrum sinnum glæsilega og í önnur skipti skapaði hann oft mikla spennu með skógarferðum út úr markinu og minnti þá helst á Fabien Barthez fyrrum markvörð Manchester United.

Lokatölur 0-1 fyrir Framara sem þar með eru komnir með 4 stig eftir 2 leiki en Þróttarar eru án stiga eftir einn leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner