Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fös 04. apríl 2008 10:48
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Kuyt ólst upp 3,2 km frá dómaranum
Þá er komið að daglegum slúðurpakka dagsins sem BBC tók saman úr ensku götublöðunum og við birtum hér að neðan í íslenskri þýðingu.

Martin O'Neill knattspyrnustjóri Aston Villa fór til Þýskalands til að sjá Daniel van Buyten í leik með Bayern Munchen en hann leitar að eftirmanni Olof Mellberg. (Daily Mirror)

Jermaine Pennant kantmaður Liverpool hefur verið settur í varaliðið sem mætir Everton og mun líklega fara frá félaginu í sumar. (Daily Mirror)

Steve Bruce knattspyrnustjóri Wigan mun væntanlega reyna að næla í miðjumanninn Medhi Nafti frá sínu gamla félagi, Birmingham. (Ýmsir miðlar)

Burnley ætlar að fá markvörðinn James Beasant á reynslu en hann er frændi Dave Beasant fyrrum markmanns Wimbledon og Chelsea .(Daily Star)

Rohan Ricketts kantmaður Tottenham mun fara á reynslu hjá Toronto eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Barnsley. (Daily Star)

Mateja Kezman fyrrum framherji Chelsea gerði grín að Chelsea fyrri tapið gegn sínum mönnum í Fenerbahce og segir að Jose Mourinho hefði aldrei tapað fyrir tyrkneska liðinu. (Ýmsir miðlar)

Frank Lampard miðjumaður Chelsea mun ekki lenda í refsingu fyrir hversu illa hann tók því þegar Avram Grant tók hann af velli gegn Fenerbahce. (Ýmsir miðlar)

Javier Mascherano miðjumaður Liverpool hefur beðist afsökunar á framkomu sinni áður og eftir að hann var rekinn af velli gegn Manchester United og viðurkennir að hann hafi átt aukið bann skilið. (Daily Mail)

Simon Davey stjóri Barnsley hefur valið Marks og Spencer föt á liðið fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum um helgina. (Daily Express)

Sol Campbell fyrirliði Portsmouth segir óvissu um framtíð sína og að ekki hafi verið rætt við hann um nýjan samning. (Daily Star)

Roy Hodgson stjóri Fulham er að íhuga hlutverk Jari Litmanen fyrrum leikmanns Liverpool og viðurkennir að hann henti ekki í fallbaráttu.

Dean Windass hefur sýnt að aldur skiptir engu máli með því að samþykkja nýjan samning við Hull sem verður til þess að hann spilar með liðinu eftir 40 ára afmæli sitt. (Ýmsir miðlar)

Dirk Kuyt leikmaður Liverpool ólst upp 3,2 kílómetrum frá heimili Pieter Vink dómara leiks liðsins gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag en Vink úrskurðaði að Kuyt hafi ekki verið brotlegur er hann reif Alexander Hleb niður innan vítateigs í leik liðanna. (Daily Star)
Athugasemdir
banner