Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 19. apríl 2008 19:12
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Steven Gerrard gæti misst af leiknum gegn Chelsea
Benítez staðfestir komu nýrra leikmanna
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Steven Gerrard fyrirliði Liverpool verði með liðinu í leiknum gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld en Rafael Benítez stjóri liðsins sagði í kvöld að Gerrard sé tæpur vegna meiðsla.

Gerrard var ekki í leikmannahópi liðsins sem lagði Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna meiðsla á hálsi og Benítez segist ekki vita hvort hann verði orðinn heill á þriðjudag.

,,Við vitum ekki sem stendur, Steven er að vinna með sjúkraþjálfurunum," sagði Benítez eftir leikinn gegn Fulham.

,,Honum er að batna en það er enn of snemmt að segja. Maður verður alltaf að fara varlega þegar um hálsmeiðsli er að ræða."

Sami Hyypia fékk högg á höfuðið í leiknum í dag og varð að fara af velli vegna þessa. Benítez segir að ástæða þess að hann var tekinn af velli hafi verði varúðarráðstöfun fyrir leikinn gegn Chelsea.

,,Ég held að hann verði í lagi. Hann svimaði svolítið eftir höggið á höfuðið en ég held að hann sé í lagi núna. Mascherano fékk þrjú högg en ég held að hann sé líka í lagi."

Benítez sagði einnig að hann sé þegar farinn að vinna í að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð og þegar sé búið að ganga frá einum samningi. ,,Við erum að reyna að bæta hópinn fyrir næstu leiktíð," sagði Benítez.

,,Það eru einhverjar hreyfingar fyrir næstu leiktíð svo við munum reyna að halda því áfram. Við erum með einhver kaup fyrir næstu leiktíð tilbúin. Þeir eru eldri leikmenn fyrir aðalliðið og ungir leikmenn í aðalliðið og varaliðið. Tveir þeirra eru nánast komnir, ungir leikmenn, einn eldri leikmaður er kominn. Hann talar góða ensku en er ekki enskur."
Athugasemdir
banner
banner
banner