Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   þri 29. apríl 2008 12:40
Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson æfði með ÍA í gær
Haraldur Björnsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Haraldur Björnsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson markvörður U21 árs landsliðs Íslands æfði með ÍA í gær og félagið skoðar nú hvort hægt sé að fá hann í sínar raðir fyrir sumarið. Þetta staðfesti Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Haraldur er samningsbundinn Hearts í Skotlandi þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi um að hann gangi til liðs við ÍA. Það mun verða skoðað í vikunni en ÍA leikur æfingaleik við ÍBV á fimmtudagskvöld.

Skagamenn hafa verið að leita að markmanni undanfarna daga þar sem Páll Gísli Jónsson markvörður liðsins mun missa af tímabilinu vegna meiðsla og Trausti Sigurbjörnsson og Árni Snær Ólafsson sem eru næstir í röðinni eru ungir að árum og óreyndir.

Þeir hafa áður leitað eftir því að fá Kristján Finnbogason frá KR en var hafnað um það og eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var félagið í viðræðum við Skotann Colin Stewart en ekkert varð úr því að hann kæmi þar sem launakröfur hans þóttu óraunhæfar.

Haraldur Björnsson er 19 ára gamall og uppalinn hjá Val. Þaðan fór hann til Hearts í Skotlandi sumarið 2005 og hefur nokkrum sinnum verið á varamannabekknum hjá aðalliði félagsins.

Hann hefur átt fast sæti í byrjunarliði íslenska U21 árs landsliðsins síðan í ágúst í fyrra og hefur síðan þá leikið 8 leiki með liðinu. Hann á einnig að baki 2 leiki með U18 ára landsliðinu og 6 með U17 ára liðinu.
Athugasemdir
banner
banner