Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Keflavík.
Um Keflavík:
Það eru alltaf miklar hræringar og breytingar í leikmannamálum hjá Keflavík og það litar svolítið mína spá um liðið að það er erfitt að púsla saman helmingnum af nýju liði á hverju ári. Þó það hafi tekist þokkalega með það í fyrra. Þeir urðu fyrir vonbrigðum í fyrrasumar með slakan seinni hluta, svo geta menn velt fyrir sér ástæðum og orsökum þess - hvað það var sem olli því. Ég tel að Keflavík verði um miðja deildina í sumar.
Styrkleikar:
Þeir eru með sama þjálfarann sem þekkir þeirra umhverfi og nokkrir af þeim lykilleikmönnum sem hafa verið undanfarin ár eru ennþá til staðar og eiga eftir að hjálpa liðinu mikið.
Veikleikar:
Það eru þessar miklu breytingar á leikmannahópnum ásamt því að breiddin er ekki nógu mikil til að blanda sér að fullu í toppbaráttuna tel ég.
Gaman að fylgjast með:
Það verður gaman að fylgjast með því núna hvort að Simun klári heilt tímabil á alvöru “standard”. Hann hefur verið alveg frábær hluta úr tímabilum en nú er spurning hvort hann sé ekki kominn með þann þroska sem leikmaður til að verða einn af allra bestu leikmönnum Íslandsmótsins í sumar.
Lykilmaður:
Lykilmenn í Keflavíkurliðnu eru eins og undanfarin ár, Simun Samuelsen, Guðmundur Steinarsson og Hallgrímur Jónasson.
Þjálfarinn:
Kristján Guðmundsson er þjálfari Keflavíkur fjórða árið í röð. Hann tók óvænt við liðinu korteri fyrir mót í 2005 er Guðjón Þórðarson hætti skyndilega. Kristján hafði verið aðstoðarmaður hans og var fenginn til að stjórna liðinu í fyrstu leikjum deildarinnar. Fljótlega var hann svo ráðinn aðalþjálfari liðsins og náði fínum árangri með liðið sem endaði í fjórða sæti deildarinnar árið 2005 og í hittifyrra gerði hann liðið að bikarmeisturum og liðið endaði aftur í fjórða sæti. Eftir góða byrjun á síðustu leiktíð átti liðið erfiðan síðarihluta mótsins og endaði að lokum í sjötta sæti. Kristján hafði áður starfað á Akureyri og þjálfaði lið Þórs þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til ÍR og áður en hann fór til Keflavíkur í fyrra hafði hann þjálfað 2. flokk KR.
Líklegt byrjunarlið Keflavíkur í upphafi móts:
Völlurinn:
Áhorfendaaðstaða við Keflavíkurvöll hefur verið bætt til muna því fyrir síðustu leiktíð voru sett 1000 ný sæti við völlinn sem fengin voru af Laugardalsvelli. Í heildina eru því komin 1100 sæti og hluti þeirra er undir stúku. Í heildina er gert ráð fyrir að 4000 áhorfendur geti verið á leik á vellinum.
.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Keflavíkur eru: Rúnar Júlíusson eilífðarrokkari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Kjartan Másson, Guðni Kjartansson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir úr Kastljósinu, Hjálmar Árnason þingmaður. |
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
-
|
-
|
2 |
-
|
-
|
3 |
-
|
-
|
4 |
-
|
-
|
5 |
-
|
-
|
6 |
-
|
-
|
7 |
-
|
-
|
8 |
Keflavík
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Keflavík
Stofnað 1929
Titlar:
Íslandsmeistarar: 1964, 1969, 1971, 1973
Bikarmeistarar: 1975, 1997,2004, 2006
Búningar:
Puma
Aðalbúningur:
Peysa: Dökkblá / Buxur: Dökkbláar / Sokkar: Dökkbláir
Varabúningur:
Peysa: Rauð / Buxur: Rauðar / Sokkar: Rauðir
Opinber vefsíða:
Keflavík.is/Knattspyrna
Vefsíða stuðningsmanna:
Blog.Central.is/kef-fc |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Patrik Redo, frá Fram
Jón Gunnar Eysteinsson, frá Fjarðabyggð
Brynjar Örn Guðmundsson, frá Reyni Sandgerði
Hafsteinn Ingvar Rúnarsson, frá Reyni Sandgerði
Bessi Víðisson frá Dalvík/Reyni |
Farnir frá síðasta sumri: |
Branislav Milisevic, til Start
Marco Kotilainen, óvíst hvert hann fer
Jónas Guðni Sævarsson í KR
Bjarki Freyr Guðmundsson í Þrótt
Davíð Örn Hallgrímsson í Reyni Sandgerði
Stefán Örn Arnarson í Reyni Sandgerði
Milos Tanasic í KS/Leiftur
Pétur Heiðar Kristjánsson í Hamrana/Vini
Sigurbjörn Hafþórsson í KS/Leiftur á láni
Þorsteinn Atli Georgsson til USA
Bjarki Frímannsson í Þrótt Vogum
Ragnar Magnússon, hættur
Ólafur Jón Jónsson, hættur
Óttar Steinn Magnússon í Hött |
Komnir til baka úr láni: |
Simun Samuelsen úr Notodden |
Leikmenn Keflavíkur |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Ómar Jóhannsson |
Markvörður |
2. |
Guðmundur Viðar Mete |
Varnarmaður |
3. |
Guðjón Árni Antoníusson |
Varnarmaður |
4. |
Kenneth I. Gustafsson |
Varnarmaður |
6. |
Nicolai Jörgensen |
Varnarmaður |
7. |
Magnús Sverrir Þorsteinss |
Framherji |
8. |
Ingvi Rafn Guðmundsson |
Miðjumaður |
9. |
Guðmundur Steinarsson |
Framherji |
10. |
Simun Eiler Samuelsen |
Framherji |
11. |
Jón Gunnar Eysteinsson |
Miðjumaður |
12. |
Árni Freyr Ásgeirsson |
Markvörður |
13. |
Einar Orri Einarsson |
Miðjumaður |
16. |
Brynjar Guðmundsson |
Miðjumaður |
17. |
Bessi Víðisson |
Miðjumaður |
18. |
Magnús Þórir Matthíasson |
Sóknarmaður |
19. |
Patrick Redo |
Sóknarmaður |
20. |
Þórarinn B. Kristjánsson |
Sóknarmaður |
21. |
Hafsteinn Rúnarsson |
Miðjumaður |
22. |
Hallgrímur Jónasson |
Miðjumaður |
23. |
Sigurbergur Elísson |
Miðjumaður |
30. |
Högni Helgason |
Sóknarmaður |
Leikir Keflavíkur |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
16:15 |
Keflavík - Valur |
15. maí |
19:15 |
Keflavík - Fylkir |
19. maí |
19:15 |
HK - Keflavík |
26. maí |
20:00 |
Keflavík - ÍA |
1. júní |
19:15 |
Þróttur - Keflavík |
8. júní |
14:00 |
Keflavík - KR |
15. júní |
16:00 |
Grindavík - Kefalvík |
23. júní |
19:15 |
Keflavík - Fjölnir |
30. júní |
19:15 |
Breiðablik - Keflavík |
6. júlí |
19:15 |
Keflavík - FH |
14. júlí |
19:15 |
Fram - Keflavík |
19. júlí |
14:00 |
Valur - Keflavík |
28. júlí |
19:15 |
Fylkir - Keflavík |
6. ágúst |
19:15 |
Keflavík - HK |
10. ágúst |
19:15 |
ÍA - Keflavík |
17. ágúst |
19:15 |
Keflavík - Þróttur |
24. ágúst |
18:00 |
KR - Keflavík |
31. ágúst |
18:00 |
Keflavík - Grindavík |
13. sept |
16:00 |
Fjölnir - Keflavík |
18. sept |
17:15 |
Keflavík - Breiðablik |
21. sept |
16:00 |
FH - Keflavík |
27. sept |
14:00 |
Keflavík - Fram |
|