Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Fram.
Um Fram:
Fram er náttúrulega búið að vera í svolitlu jójói undanfarin ár. Það er spurning hvernig þeir koma inn í mótið núna. Það er nýr þjálfari við stjórnvölinn sem virðist leggja meiri áherslur en margur á skipulagðan varnarleik og er ekkert hræddur við það að staðsetja liðið aftarlega á vellinum og vinna hlutina út frá varnarleiknum.
Styrkleikar:
Styrkur þeirra sýnist mér vera að þeir verða gríðarlega skipulagðir og þeir eru búnir að fá reynslubolta inn í þetta, bæði Jón Þorgrím, Auðun og Paul McShane sem gefa þeim aukna vídd.
Veikleikar:
Það hafa orðið töluvert miklar breytingar hjá þeim og líka að þeir hafa ekki náð stöðugleika sem lið í efstu deild á undanförnum árum. Svo er líka spurningamerki hver á að skora mörkin fyrir þá. Hvort þeir nái að finna einhvern 10-15 marka mann.
Gaman að fylgjast með:
Ég er mjög spenntur að sjá hvernig Hjálmari Þórarins gengur, hvort hann nær ekki að festa sig í sessi sem alvöru markaskorari og nái að setja nokkur mörk í deildinni.
Lykilmaður:
Það eru miðverðirnir Reynir Leósson og Auðun Helgason, ef þeir eru heilir þá eru þeir mjög traustir.
Þjálfarinn:
Þorvaldur Örlygsson er tekinn við þjálfun Fram og stýrir liðinu nú á sínu fyrsta tímabili. Hann hafði síðustu tvö ár þjálfað Fjarðabyggð við góðan orðstýr og var með liðið í toppbaráttu 1. deildar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið þeim upp úr 2. deild árið áður.
Þorvaldur hafði áður þjálfað KA frá 2000-2005 og þar af var liðið í efstu deild 2002-2004 en hann lék með Akureyrarliðinu á sínum tíma.
Hann hafði verið leikmaður hjá Fram 1991 en auk Fram og KA hefur hann leikið með Nottingham Forrest, Stoke City og Oldham.
Líklegt byrjunarlið Fram í upphafi móts:
Völlurinn:
Framarar leika að venju á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli, sem aldrei hefur verið glæsilegri en nú. Sitthvorum megin við Laugardalsvöll eru tvær stúkur. Sú nýrri tekur 3500 áhorfendur í sæti en sú eldri hefur nú verið endurbætt verulega og tekur 6300 áhorfendur í sæti. Því taka stúkurnar í heildina 9800 áhorfendur en auk þess eru stæði fyrir 5200 manns og því geta 15000 áhorfendur verið á leik á vellinum. Flóðljós eru við völlinn og því gerist það á haustdögum að hægt er að leika leiki við völlinn síðar á kvöldin en annars staðar..
.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Framara eru: Davíð Oddsson Seðlabankastjóri, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Einar Kárason rithöfundur, Hreimur Örn Heimisson poppari, Alfreð Þorsteinsson, Jón Steinar Guðlaugsson lögmaður, Jón Sigurðsson úr Idol, Stefán Pálsson formaður herstöðvarandstæðinga, Ómar Ragnarsson, Helgi Björnsson rokkari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Steingrímur Ólafsson, Snorri Már Skúlason á Skjásporti, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður.
|
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
-
|
-
|
2 |
-
|
-
|
3 |
-
|
-
|
4 |
-
|
-
|
5 |
-
|
-
|
6 |
-
|
-
|
7 |
Fram
|
92
|
8 |
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Knattspyrnufélagið Fram
Stofnað 1908
Titlar:
Íslandsmeistarar: 1913, 1914, 1915, 1916, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990
Bikarmeistarar: 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989
Búningar:
Errea
Aðalbúningur:
Blá treyja, hvítar buxur, bláir sokkar
Varabúningur:
Gul treyja, Gular buxur, Gulir sokkar
Opinber vefsíða:
Fram.is |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Auðun Helgason úr FH
Jón Þorgrímur Stefánsson úr HK
Halldór Hermann Jónsson úr Fjarðabyggð
Paul McShane frá Grindavík
Sam Tillen frá Brentford |
Farnir frá síðasta sumri: |
Kristján Hauksson í Val
Jónas Grani Garðarsson í FH
Andri Karvelsson, hættur
Alexander Steen, farinn til Svíþjóðar
Henry Nwosu, óvíst hvert hann fór
Patrik Redo, í Keflavík
Daníel Einarsson í ÍH
Hákon Helgi Bjarnason í Aftureldingu
Theodór Óskarsson, óvíst hvert hann fer
Hans Yoo Mathiesen, óvíst hvert hann fer
Gunnar Líndal Sigurðsson, óvíst hvert hann fer |
Komnir til baka úr láni: |
Heiðar Geir Júlíusson frá Hammarby
Kristján Andrésson Afturelding |
Leikmenn Fram |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Hannes Þór Halldórsson |
Markvörður |
2. |
Óðinn Árnason |
Varnarmaður |
3. |
Ingvar Þór Ólason |
Miðjumaður |
4. |
Paul McShane |
Miðjumaður |
5. |
Auðun Helgason |
Varnarmaður |
6. |
Reynir Leósson |
Varnarmaður |
7. |
Daði Guðmundsson |
Varnarmaður |
8. |
Heiðar Geir Júlíusson |
Miðjumaður |
9. |
Sam Tillen |
Varnarmaður |
10. |
Hjálmar Þórarinsson |
Framherji |
11. |
Jón Þorgrímur Stefánsson |
Framherji |
13. |
Henrik Eggerts |
Framherji |
14. |
Hlynur Atli Magnússon |
Miðjumaður |
16. |
Halldór Hermann Jónsson |
Miðjumaður |
17. |
Grímur Björn Grímsson |
Framherji |
19. |
Gestur Ingi Harðarson |
Varnarmaður |
21. |
Guðmundur Magnússon |
Framherji |
22. |
Ívar Björnsson |
Framherji |
23. |
Jón Guðni Fjóluson |
Varnarmaður |
24. |
Kristinn Ingi Halldórsson |
Framherji |
26. |
Jón Orri Ólafsson |
Varnarmaður |
30. |
Ögmundur Kristinsson |
Markvörður |
Leikir Fram |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
14:00 |
Fylkir - Fram |
15. maí |
19:15 |
Fram - HK |
20. maí |
19:15 |
ÍA - Fram |
25. maí |
19:15 |
Fram- Þróttur |
2. júní |
19:15 |
KR - Fram |
8. júní |
14:00 |
Fram - Grindavík |
16. júní |
16:00 |
Fjölnir - Fram |
23. júní |
19:15 |
Fram - Breiðablik |
29. júní |
16:00 |
FH - Fram |
6. júlí |
19:15 |
Valur - Fram |
14. júlí |
19:15 |
Fram - Keflavík |
21. júlí |
19:15 |
Fram - Fylkir |
28. júlí |
19:15 |
HK - Fram |
6. ágúst |
19:15 |
Fram - ÍA |
10. ágúst |
19:15 |
Þróttur - Fram |
17. ágúst |
19:15 |
Fram - KR |
24. ágúst |
18:00 |
Grindavík - Fram |
28. ágúst |
20:00 |
Fram - Fjölnir |
13. sept |
16:00 |
Breiðablik - Fram |
18. sept |
20:00 |
Fram - FH |
21. sept |
16:00 |
Fram - Valur |
27. sept |
14:00 |
Keflavík - Fram |
|