Grannarnir í Breiðablik og HK áttust við í dag en leikurinn fór fram á grasi í Kópavogi. Það voru þeir grænklæddu sem fóru með sigur af hólmi.
Fyrirliðinn Arnar Grétarsson kom Blikum yfir með marki beint úr aukaspyrnu en það kom í fyrri hálfleik.
Í síðari hálfleik skoraði svo Magnús Páll Gunnarsson þegar hann slapp inn fyrir vörn HK og setti boltann í stöngina og inn.
Rastislav Lazorik sem hefur verið að æfa með Blikum að undanförnu kom svo inná og skoraði síðasta mark leiksins.
Breiðablik 3 - 0 HK
1-0 Arnar Grétarsson
2-0 Magnús Páll Gunnarsson
3-0 Rastislav Lazorik
Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum sem fram fór í dag.
Athugasemdir