Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   lau 03. maí 2008 18:19
Hörður Snævar Jónsson
Æfingaleikur: Breiðablik vann HK (Með myndum)
Blikar fagna marki í dag.
Blikar fagna marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Grannarnir í Breiðablik og HK áttust við í dag en leikurinn fór fram á grasi í Kópavogi. Það voru þeir grænklæddu sem fóru með sigur af hólmi.

Fyrirliðinn Arnar Grétarsson kom Blikum yfir með marki beint úr aukaspyrnu en það kom í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik skoraði svo Magnús Páll Gunnarsson þegar hann slapp inn fyrir vörn HK og setti boltann í stöngina og inn.

Rastislav Lazorik sem hefur verið að æfa með Blikum að undanförnu kom svo inná og skoraði síðasta mark leiksins.


Breiðablik 3 - 0 HK
1-0 Arnar Grétarsson
2-0 Magnús Páll Gunnarsson
3-0 Rastislav Lazorik

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum sem fram fór í dag.


























Athugasemdir
banner
banner
banner