Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild en á næstunni verður liðurinn á dagskrá tvisvar í viku.
Að þessu sinni er kíkt á stemninguna í Vogum en Þróttur Vogum er með lið í þriðju deildinni í ár eftir átta ára hlé.
Marteinn Ægisson formaður meistaraflokksráðs sat fyrir svörum og afraksturinn má sjá hér að neðan.
Hvernig er stemmningin hjá Þrótti Vogum þessa dagana? Hún er mjög góð enda erum við að taka þátt í 3.deildinni aftur eftir 8 ára hlé.
Um er að ræða nýtt lið í meistaraflokki. Er mikill fótboltaáhugi í Vogum? Hér hafa verið starfandi yngriflokkar í 20 ár, við eigum mikið af leikmönnum sem hafa verið að spila með nágrannaliðunum. Stuðningsmenn okkar eru farnir að telja niður daganna fram að móti. Hér er mikill áhugi enda hefur það sýnt sig að við erum búnir að selja 200 ársmiða fyrir tímabilið og ennþá eru 3 vikur í mót.
Hvernig er liðið uppbyggt? Þetta er góð blanda,flestir af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma heimastrákunum,en það skiluðu sér nokkrir heim aftur enda er heima best. Við erum mjög sáttir með þessa stráka sem við höfum verið að fá.
Hvernig er æfinga og keppnisaðstaða ykkar? Við höfum verið að æfa í vetur á Ásvöllum, Reykjaneshöllinni og sparkvellinum í Vogunum. Yfir sumarið verðum við eingöngu í Vogunum að æfa.
Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað hjá ykkur? Við byrjuðum 5.janúar að æfa,höfum æft þrisvar í viku og einn æfingaleik. Þetta hefur gengið framar vonum. Föstudagsæfingarnar eru þær verstu en Kobbi þjálfari er hálfur færeyingur og af færeyskum sið þá þurftu menn að fara í ísbað. Þetta þjappaði hópnum enn betur saman. Þórir Hauksson á metið 1.47.
Ertu sáttur við árangur og spilamennsku liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikar? Þetta er nýtt lið og það tekur alltaf tíma fyrir strákana að læra inná hvorn annan. Við erum allir þolinmóðir og það tekur alltaf tíma að búa til gott lið. Úrslitin í vor hafa alveg verið eftir bókinni, við höfum verið að vinna og tapa til skiptis. Vorum reyndar óheppnir í deildarbikarnum töpuðum tveimur leikjum tæpt þar sem við hefðum hæglega getað tekið öll stigin í leiknum. Þannig þetta lítur bara ljómandi vel út fyrir sumarið.
Hver er helsti styrkleiki ykkar? Liðsheildin, einnig erum við með einn besta þjálfarann í 3.deildinni og hann ætti að geta skólað þessa stráka til.
Hvert er markmið liðsins í sumar? Þar sem við erum nýkomnir aftur þá er markmiðið að festa okkur í sessi í þessari deild og byggja traustan grunn. Það væri frábært að enda í 3-4 sæti í okkar riðli.Þetta eru 15.leikir og það væri frábært að fara yfir 20.stigin.
Er einhver leikmaður úr ykkar liði sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar? Ég hef trú á Hannesi Smára hann er ekki nema 17 ára og ótrúlega efnilegur. Þarna eru líka nokkrir ungir sem eiga eftir að verða lykilmenn hjá okkur eftir 2-3.ár.
Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 3. deildinni í sumar? Við mættum Álftanesi fyrir fáeinum dögum síðan og eftir þann leik er ég ekki í neinum vafa. Þeir vinna okkar riðil næsta örugglega og þeir klára verkefnið í haust og spila í 2.deildinni 2009. Ég gæti trúað að BÍ endi í 2.sæti okkar riðils. En það eru nokkur lið sem koma til greina sem 3.deildarmeistarar 2008 ásamt Álftanesi, Árborg,Dalvík/Reynir, KFS, Leiknir og Sindri. Ég veit ekki með Hamrana en þeir eru með Gumma Kristinn Dalvíking og Örn Kató. Held að þeir eigi eftir að vera sterkir.
Eitthvað að lokum? Takk fyrir þetta og góða skemmtun í sumar.
Eldra úr liðnum hvað er að frétta?
1.deild:
KS/Leiftur(3.apríl)
Njarðvík (13.mars)
2.deild:
Höttur (29.apríl)
Hvöt (27.mars)
Tindastóll (15.apríl)
Völsungur (6.mars)
3.deild:
Árborg (17.apríl)
Berserkir (8.apríl)
KFR (24.apríl)
KFS (22.apríl)
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Athugasemdir