Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 5. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik verði í 5. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Breiðablik fékk 130 stig út úr þessu.
Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Breiðablik.
Um Breiðablik:
Breiðablik náði mjög góðum árangri í fyrra og virðast vera með sterkara lið ef eitthvað er núna. Þeir hafa spilað flottan bolta í vorleikjunum. Blikar fengu frábæra viðbót í Marel sem getur reynst þeim gríðarlega mikilvægur ef hann verður heill og spilar. Ég tel að Breiðablik verði í baráttunni í efri hluta deildarinnar.
Styrkleikar:
Helsti styrkur Breiðabliks er að þeir eru með mjög öfluga sóknarleikmenn og eiga að geta gert fullt af mörkum. Það er líka styrkur að þeir halda nánast óbreyttum hóp, allir þeirra lykilmenn eru enn á staðnum. Það skiptir gríðarlega miklu máli.
Veikleikar:
Ef Breiðablik ætlar að í vera í baráttu um efstu fjögur sætin þá mega þeir ekki lenda í miklum meiðslum eða leikbönnum. Hópurinn er ekki mjög breiður en ef þeir verða heppnir með meiðsli þá eiga þeir að geta blandað sér í toppbaráttuna á fullum krafti því fá lið eru með betra byrjunarlið þegar allir eru til staðar.
Gaman að fylgjast með:
Ég held að það verði mjög gaman að fylgjast með bæði Prince og Marel í sóknarleiknum, þeir eru gríðarlega öflugir sóknarmenn.
Lykilmaður:
Algjör lykilmaður í þeirra leik er Arnar Grétarsson. Þetta fer meira og minna í gegnum hann og ég tel að hann sé heilinn í þeirra leik.
Þjálfarinn:
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar Breiðablik sitt annað heila tímabil í röð en hann hafði tekið við liðinu á miðju tímabili 2006. Undanfarin tvö ár lauk Breiðablik tímabilinu í 5. sæti undir stjórn Ólafs. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá AGF í Danmörku þar sem hann var um árabil. Eftir að hann sneri aftur til Íslands tók hann við liði Fram á miðju sumri 2004 og bjargaði liðiu frá falli það ár en árið eftir stýrði hann svo liðinu aftur en þá féll Fram. Ólafur gerði það gott sem leikmaður á einnig en á ferli sínum lék hann með FH og KR hér heima, auk AGF í Danmörku. Hann lék með íslenska landsliðinu á þeim tíma.
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í upphafi móts:
Völlurinn:
Breiðablik leikur heimaleiki sína á Kópavogsvelli eins og nágrannar þeirra í HK. Völlinn umlykur hlaupabraut og við hlið hennar er lítil stúka sem tekur 369 áhorfendur. Gengt stúkunni opnaði í fyrrasumar glæsileg stúka sem nú hefur verið yfirbyggð. Önnur áhorfendaaðstaða í kringum völlinn er grasbrekka.
.
.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Breiðabliks eru Gilzenegger, Dr. Gunni, Þórólfur Árnason, Hjálmar Hjálmarsson (grínisti), Kristján Hreinsson skáld. |
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
-
|
-
|
2 |
-
|
-
|
3 |
-
|
-
|
4 |
-
|
-
|
5 |
Breiðablik
|
130
|
6 |
|
109
|
7 |
|
92
|
8 |
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Breiðablik
Stofnað 1950
Titlar:
Aðalbúningur:
Peysa: Græn / Buxur: Hvítar / Sokkar: Svartir
Varabúningur:
Peysa: Hvít / Buxur: Hvítar / Sokkar: Grænir
Opinber vefsíða:
Breiðablik.is
Vefsíða stuðningsmanna:
Blikar.is |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Marel Baldvinsson úr Molde
Jóhann Berg Guðmundsson frá Englandi |
Farnir frá síðasta sumri: |
Gunnar Örn Jónsson í KR
Kristján Óli Sigurðsson í Hvöt
Ágúst Þór Ágústsson í Hvöt á láni
Ellert Hreinsson í Stjörnuna á láni
Kári Ársælsson í Stjörnuna á láni
Guðjón Pétur Lýðsson í Stjörnuna
Hlynur Hauksson í ÍA |
Komnir til baka úr láni: |
Birgir Hrafn Birgisson úr Víking Ólafsvík
Sigurður Heiðar Höskuldsson úr ÍR |
Leikmenn Breiðabliks |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Casper Jacobsen |
Markvörður |
2. |
Árni Kristinn Gunnarsson |
Varnarmaður |
5. |
Srdjan Gasic |
Varnarmaður |
6. |
Nenad Petrovic |
Miðjumaður |
7. |
Kristinn Steindórsson |
Framherji |
8. |
Arnar Grétarsson |
Miðjumaður |
9. |
Prince Rajcomar |
Framherji |
10. |
Magnús Páll Gunnarsson |
Miðjum/Framh |
11. |
Olgeir Sigurgeirsson |
Miðjumaður |
12. |
Vignir Jóhannesson |
Markvörður |
13. |
Steinþór Freyr Þorsteinss |
Miðjumaðu |
15. |
Guðmann Þórisson |
Varnarmaður |
16. |
Guðmundur Kristjánsson |
Miðjumaður |
17. |
Jóhann Berg Guðmundss |
Miðjumaður |
18. |
Marel Jóhann Baldvinss |
Framherji |
19. |
Kristinn Jónsson |
Varnarmaður |
21. |
Nenad Zivanovic |
Framherji |
22. |
Arnór S. Aðalsteinsson |
Varnarmaður |
23. |
Alfreð Finnbogason |
Framherji |
26. |
Haukur Baldvinsson |
Mðjumaður |
28. |
Finnur Orri Margeirsson |
Varnar/miðju |
Leikir Breiðabliks |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
14:00 |
ÍA - Breiðablik |
15. maí |
19:15 |
Breiðablik - Þróttur |
20. maí |
20:00 |
KR - Breiðablik |
25. maí |
19:15 |
Breiðablik - Grindavík |
1. júní |
19:15 |
Fjölnir - Breiðablik |
8. júní |
14:00 |
Valur - Breiðablik |
16. júní |
19:15 |
Breiðablik - FH |
23. júní |
19:15 |
Fram - Breiðablik |
30. júní |
19:15 |
Breiðablik - Keflavík |
7. júlí |
19:15 |
Fylkir - Breiðablik |
14. júlí |
19:15 |
Breiðablik - HK |
20. júlí |
19:15 |
Breiðablik - ÍA |
28. júlí |
19:15 |
Þróttur - Breiðablik |
6. ágúst |
19:15 |
Breiðablik - KR |
11. ágúst |
19:15 |
Grindavík - Breiðablik |
17. ágúst |
19:15 |
Breiðablik - Fjölnir |
24. ágúst |
18:00 |
Breiðablik - Valur |
31. ágúst |
18:00 |
FH - Breiðablik |
13. sept |
16:00 |
Breiðablik - Fram |
18. sept |
17:15 |
Keflavík - Breiðablik |
21. sept |
16:00 |
Breiðablik - Fylkir |
27. sept |
14:00 |
HK - Breiðablik |
|