Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á ÍA.
Um ÍA:
Margir spáðu því að Skagamenn myndu ekki fara neitt sérstaklega út úr mótinu í fyrra en þeir afsönnuðu þær spár snarlega. Þeir eru gríðarlega öflugir, með frábæran þjálfara sem virðist alltaf ná árangri. Samheldni og agi er þeirra lykilatriði og þeir eru eins og útungunarvél fyrir unga leikmenn sem alast þarna upp og verða alvöru fótboltamenn. Skagamenn munu gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum..
Styrkleikar:
Þeir eru með fullt af uppöldum Skagamönnum sem eru sigurvegarar í eðli sínu og þekkja ekkert annað. Í Skagaliðinu er frábær blanda yngri og reyndari leikmanna sem ég tel að eigi eftir að reynast þeim happadrjúg í sumar.
Veikleikar:
Ég tel Skagamenn verða í toppbaráttunni en það er spurning hvort þeir hafi næga breidd til þess að fara alla leið? Ég held það sé það eina sem getur aftrað því er að breiddin er ekki eins mikil og hjá þeim toppliðum sem þeir eiga eftir að keppa við.
Gaman að fylgjast með:
Björn Bergmann er gríðarlega efnilegur, eitt mesta efni sem hefur komið upp á Íslandi í mörg ár.
Lykilmaður:
Bræðurnir Bjarni og Þórður Guðjónssynir og að sjálfsögðu Stefán Þórðarson sem er frábært fyrir þá að fá til baka, hann eftir að skila ÍA mörgum mörkum.
Þjálfarinn:
Guðjón Þórðarson stýrir ÍA annað árið í röð en undir hans stjórn endaði liðið í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Hann stýrði þeim fyrst árið 1987, þá 1991-1993, svo 1996 og tók svo við liðinu á ný tíu árum síðar nú í haust. Guðjón hefur gríðarlega reynslu við þjálfun en hann hefur starfað við það síðan árið 1987 þegar hann tók við ÍA. Hann starfaði síðast hér á landi á síðasta ári er hann tók við Keflavík í ársbyrjun 2005 en hætti með liðið þremur dögum fyrir Íslandsmótið í maí.
Hann stýrði íslenska landsliðinu frá 1997 til 1999 og undir hans stjórn náði liðið frábærum árangri og skaust upp heimslista FIFA. Eftir það fór hann til Englands þar sem hann tók þátt í Íslendingavæðingu Stoke City þar sem hann var knattspyrnustjóri.
Hann var hjá Stoke til ársins 2002 og árið eftir tók hann við Barnsley sem hann stýrði tímabilið 2003-2004. Hann kom svo heim til Íslands og tók við Keflavík og stýrði þeim fyrri hluta ársins 2005 en tók um sumarið við Notts County sem hann stýrði út síðasta tímabil. Auk þess stýrði hann Start í Noregi í stuttan tíma.
Líklegt byrjunarlið ÍA í upphafi móts:
Völlurinn:
Akranesvöllur tekur í heildina um 6000 áhorfendur. Stúkan sem er öðrum megin við völlinn tekur 570 í sæti en auk þess er pláss fyrir áhorfendur allt í kringum völlinn meðal annars í grasbrekkum. Talan 6000 er kannski ekki alveg rétt þó því árið 1996, á lokaleik umferðarinnar í leik ÍA og KR voru 7700 áhorfendur.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna ÍA eru: Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri á DV, Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður, Óli Palli dagskrárgerðarmaður á Rás 2, Gunni Sig bakari, Valdimar K Friðriksson fyrrverandi alþingismaður, Jakob Einarsson leikari, Gísli S. Einarsson bæjarstjóri, Benedikt Helgason fyrrverandi bakari, Guðbjartur Hannesson alþingismaður, Arnór Pétursson fyrrum formaður Sjálfsbjargar, Helgi B. Daníelsson. |
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
-
|
-
|
2 |
-
|
-
|
3 |
ÍA
|
162
|
4 |
|
150
|
5 |
|
130
|
6 |
|
109
|
7 |
|
92
|
8 |
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Íþróttabandalag Akranes
Stofnað 1946
Titlar:
Íslandsmeistarar: 1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 2001.
Bikarmeistarar: 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003.
Deildabikarmeistarar: 1996, 1999, 2003.
Búningar:
Errea
Aðalbúningur:
Peysa: Gul og svört / Buxur: Svartar / Sokkar: Gulir og svartir
Varabúningur:
Peysa: Svört/ Buxur: Svartar/ Sokkar: Svartir
Opinber vefsíða:
KFIA.is/mfl
Stuðningsmannasíða
SkagaMörkin.bloggar.is |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Stefán Þórðarson frá Norrköping
Árni Ingi Pjetursson úr Gróttu
Hlynur Hauksson frá Breiðablik
Igor Dilocapic frá Króatíu |
Farnir frá síðasta sumri: |
Dean Martin í KA
Arnar Már Guðjónsson í KA
Kári Steinn Reynisson, hættur
Gísli Freyr Brynjarsson, í Víking Ólafsvík á láni
Ellert Jón Björnsson fór til náms í Danmörku |
Leikmenn ÍA |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
? |
Markvörður |
2. |
Árni Thor Guðmundsson |
Varnarmaður |
3. |
Guðjón Heiðar Sveinsson |
Varnarmaður |
4. |
Bjarni Guðjónsson |
Miðjumaður |
5. |
Heimir Einarsson |
Varnarmaður |
6. |
Helgi Pétur Magnússon |
Miðjumaður |
7. |
Vjekoslav Svaðumovic |
Framherji |
8. |
Igor Bilokapic |
Varnarm/Miðj |
9. |
Stefán Þór Þórðarson |
Framherji |
10. |
Þórður Guðjónsson |
Miðjumaður |
11. |
Dario Cingel |
Varnarmaður |
12. |
Trausti Sigurbjörnsson |
Markvörður |
13. |
Árni Ingi Pjetursson |
Miðjumaður |
14. |
Jón Vilhelm Ákason |
Varnarmaður |
15. |
Andri Júlíusson |
Framherji |
16. |
Björn Bergmann Sigurðss |
Framherji |
17. |
Sölvi G. Gylfasvon |
Miðjumaður |
18. |
Atli Guðjónsson |
Varnarmaður |
19. |
Guðmundur B. Guðjónss |
Varnarmaður |
20.. |
Hlynur Hauksson |
Varnarmaður |
21. |
Aron Ýmir Pétursson |
Miðjumaður |
22. |
Ragnar Leósson |
Miðjum/Framh. |
30. |
Árni Snær Ólafsson |
Markvörður |
Leikir ÍA |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
14:00 |
ÍA - Breiðablik |
15. maí |
20:00 |
FH - ÍA |
20. maí |
19:15 |
ÍA - Fram |
26. maí |
20:00 |
Keflavík - ÍA |
1. júní |
19:15 |
ÍA - Fylkir |
8. júní |
14:00 |
HK - ÍA |
16. júní |
19:15 |
ÍA - Valur |
23. júní |
19:15 |
ÍA - Þróttur |
30. júní |
19:15 |
KR - ÍA |
7. júlí |
19:15 |
ÍA - Grindavík |
13. júlí |
19:15 |
Fjölnir - ÍA |
20. júlí |
19:15 |
Breiðablik - ÍA |
27. júlí |
19:15 |
ÍA - FH |
6. ágúst |
19:15 |
Fram - ÍA |
10. ágúst |
19:15 |
ÍA - Keflavík |
17. ágúst |
19:15 |
Fylkir - ÍA |
24. ágúst |
18:00 |
ÍA - HK |
31. ágúst |
18:00 |
Valur - ÍA |
13. sept |
16:00 |
Þróttur - ÍA |
18. sept |
17:15 |
ÍA - KR |
21. sept |
16:00 |
Grindavík - ÍA |
27. sept |
14:00 |
ÍA - Fjölnir |
|