Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á FH.
Um FH:
FH er lið sem verður án nokkurs vafa í toppbaráttu þar er komin gríðarleg sigurhefð og leikmenn sem spila þar í dag þekkja ekkert annað en sigur. Þeir halda svipuðum hóp og þeir hafa verið með undanfarin ár. Það sem hefur komið niður á þeim í vorleikjunum er að Sverrir Garðarsson fór út og þeir hafa verið að leita eftir því að finna mann í miðvörðinn með Tommy. Þeir hafa ekki alveg fundið lausnina á því ennþá hver það verður.
Styrkleikar:
Hjá FH eru mjög margir góðir fótboltamenn, skemmtileg blanda ólíkra leikmanna Þeir stilla upp sama kjarna og undanfarin ár og þekkja vel inná hvern annan og það kerfi sem verið er að spila eftir. Einnig skiptir máli að mjög góðar aðstæður eru í kringum liðið og hópinn.
Veikleikar:
Einna helst það að þeir hafa verið í smá vandræðum með að slípa til varnarleikinn og finna þessa fjögurra manna línu sem þeir ætla að nota. Það gæti valdið þeim einhverjum erfiðleikum.
Gaman að fylgjast með:
Menn ættu að fylgjast vel með Hirti Loga Valgarðssyni sem er frábær leikmaður með gríðarlega hæfileika og á eftir að springa út í sumar einnig verður gaman að sjá hvernig Matthías Vilhjálmsson kemur undan vetri.
Lykilmaður:
Tommy hefur verið lykilmaður í þessu liði í mörg ár og Davíð Þór Viðarson er orðinn algjör lykilmaður. Svo má ekki gleyma Tryggva Guðmundssyni sem hefur sjaldan verið í öðru eins formi og núna og er ábyggilega gríðarlega hungraður í að bæta einum titli í safnið.
Þjálfarinn:
Heimir Guðjónsson þjálfar FH á sínu fyrsta ári en hann tekur við starfinu af Ólafi Jóhannessyni sem hætti með liðinu í haust og tók svo við íslenska landsliðinu.
Heimir hefur ekki áður þjálfað lið en hafði verið aðstoðarþjálfari FH síðustu tvö ár.
Fram að því að hann tók við starfi aðstoðarþjálfara var hann alls ekki ókunnugur FH því hann hafði verið fyrirliði liðsins en hann kom til FH árið 2000 sem leikmaður er liðið lék í 1. deildinni.
Líklegt byrjunarlið FH í upphafi móts:
Völlurinn:
FH leikur heimaleiki sína á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Framkvæmdir standa yfir við völlinn og því er aðgengi að nýju stúkunni sem liggur upp við íþróttahúsið erfitt þetta árið en að framkvæmdum loknum mun hún verða tvöfölduð að stærð. Á níunda hundrað sæti eru í stúkunni en gegnt henni eru sæti þar sem aðgengi er gott. Samtals tekur völlurinn 2250 í sæti og í heildina er völlurinn gefinn upp fyrir að taka 6738 áhorfendur.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna FH eru Halli og Heiðar úr Botnleðju, Magnús Ólafsson leikari, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og útvarpsmaður, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Hörður Magnússon sjónvarpsmaður, Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra, Björgvin Halldórsson söngvari, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Sigurður Sigurjónsson leikari . |
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
-
|
-
|
2 |
FH
|
163
|
3 |
|
162
|
4 |
|
150
|
5 |
|
130
|
6 |
|
109
|
7 |
|
92
|
8 |
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Fimleikafélag Hafnarfjarðar
Stofnað 1929, knattspyrnudeild stofnuð 1939.
Titlar:
Deildarmeistarar 2002 og 2004
Íslandsmeistarar 2004, 2005, 2006
Bikarmeistarar 2007.
Búningar:
Adidas
Aðalbúningur:
Hvít treyja, svartar buxur, hvítir sokkar
Varabúningur:
Blá treyja, bláar buxur, bláir sokkar
Opinber vefsíða:
FH.is
Stuðningsmannasíða:
FHingar.net |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Höskuldur Eiríksson úr Víkingi
Jónas Grani Garðarsson úr Fram
Gunnar Sigurðsson úr KFS, tekur fram hanskana að nýju
Birkir Halldór Sverrisson úr KA
Halldór Kristinn Halldórsson úr Leikni |
Farnir frá síðasta sumri: |
Allan Dyring í Fylki
Auðun Helgason í Fram
Ólafur Páll Snorrason í Fjölnir
Sigurvin Ólafsson, hættur
Sverrir Garðarsson, í Sundsvall |
Koma til baka úr láni |
Atli Viðar Björnsson úr Fjölni
Heimir Snær Guðmundsson úr Fjölni |
Leikmenn FH |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Daði Lárusson |
Markvörður |
2. |
Höskuldur Eiríksson |
Varnarmaður |
3. |
Dennis Michael Siim |
Miðjumaður |
4. |
Tommy Nielsen |
Varnarmaður |
5. |
Freyr Bjarnason |
Varnarmaður |
6. |
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson |
Miðjumaður |
7. |
Jónas Grani Garðarsson |
Miðjumaður |
8. |
Davíð Þór Viðarsson |
Miðjumaður |
9. |
Tryggvi Guðmundsson |
Framherji |
10. |
Matthías Vilhjálmsson |
Framherji |
11. |
Atli Guðnason |
Framherji |
12. |
Gunnar Sigurðsson |
Markvörður |
13. |
Arnar Gunnlaugsson |
Framherji |
14. |
Guðmundur Sævarsson |
Varnarmaður |
15. |
Pétur Viðarsson |
Varnarmaður |
16. |
Matthías Guðmundsson |
Framherji |
17. |
Atli Viðar Björnsson |
Framherji |
18. |
Eiríkur Viljar H. Kúld |
Framherji |
19. |
Hákon Atli Hallfreðsson |
Miðjumaður |
20. |
Halldór Kristinn Halldórss |
Varnarmaður |
21. |
Björn Daníel Sverrisson |
Miðjumaður |
23. |
Heimir Snær Guðmundss |
Varnar/miðju |
24. |
Birkir Halldór Sverrisson |
Varnarmaður |
25. |
Bjarki Gunnlaugsson |
Miðjumaður |
27. |
Hjörtur Logi Valgarðsson |
Varnarmaður |
Leikir FH |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
14:00 |
HK - FH |
15. maí |
20:00 |
FH - ÍA |
19. maí |
19:15 |
Þróttur - FH |
25. maí |
20:00 |
FH - KR |
2. júní |
19:15 |
Grindavík - FH |
8. júní |
14:00 |
FH - Fjölnir |
16. júní |
19:15 |
Breiðabik - FH |
24. júní |
19:15 |
Valur - FH |
29. júní |
16:00 |
FH - Fram |
6. júlí |
19:15 |
Keflavík - FH |
13. júlí |
19:15 |
FH - Fylkir |
20. júlí |
19:15 |
FH - HK |
27. júlí |
19:15 |
ÍA - FH |
6. ágúst |
19:15 |
FH - Þróttur |
10. ágúst |
19:15 |
KR - FH |
17. ágúst |
19:15 |
FH - Grindavík |
24. ágúst |
18:00 |
Fjölnir - FH |
31. ágúst |
18:00 |
FH - Breiðablik |
13. sept |
16:00 |
FH - Valur |
18. sept |
20:00 |
Fram - FH |
21. sept |
16:00 |
FH - Keflavík |
27. sept |
14:00 |
Fylkir - FH |
|