Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 20. maí 2008 12:16
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Joey Barton dæmdur í sex mánaða fangelsi
Mynd: Getty Images
Joey Barton miðjumaður Newcastle hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að hann lent í slagsmálum fyrir utan McDonald's í Liverpool 27.desmber síðastliðinn.

Barton, sem er 25 ára, játaði brot sitt síðasta mánuði og í dag var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Í dómnum segir að hegðun Barton hafi verið ,,ofbeldisfull og huglaus."

Barton var handtekinn eftir árásina í desember en hann kom aftur inn í lið Newcastle í lok janúar og kláraði tímabilið með liðinu.

Þá á ennþá eftir að dæma í máli Barton eftir að hann réðst á Ousmane Dabo, þáverandi liðsfélaga hans hjá Manchester City, fyrir um það bil ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner