þri 27. maí 2008 12:04
Magnús Már Einarsson
Landsbankad.: Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomasz skorar með því að vippa yfir Casper Jacobsen.
Tomasz skorar með því að vippa yfir Casper Jacobsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomasz Stolpa framherji Grindvíkinga er leikmaður 4.umferðar í Landsbankadeild karla. Stolpa lék frábærlega í 6-3 liðsins gegn Breiðablik í gær og skoraði tvívegis.

Tomasz Stolpa
Stolpa er 25 ára gamall Pólverji og var síðast á mála hjá Gefle í Svíþjóð. Áður hefur Stolpa meðal annars einnig leikið með Tromsø í Noregi, Enköping í Svíþjóð og Eendracht Aalst í Belgíu.
,,Ég var ánægður með frammistöðu mína en ég er ánægðastur með stigin þrjú. Við þurftum á stigunum að halda. Eftir þrjá leiki vorum við án stiga, við vorum svolítið óheppnir svo það var mjög gott fyrir okkur að fá stigin þrjú," sagði Stolpa við Fótbolta.net í dag.

Grindvíkingar höfðu 5-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn og mörkin héldu áfram að hrúgast inn í síðari hálfleikinn. ,,Allt liðið vann fyrir úrslitunum. Allir leikmennirnir léku vel og við lékum sérstaklega vel í fyrri hálfleik, við sóttum og skoruðum. Í síðari hálfleik vorum við að hugsa meira um að halda úrslitunum og ná stigunum þremur til Grindavíkur."

Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá Grindavík í sumar en liðið fær FH í heimsókn í næsta leik. ,,Við vorum óheppnir heima (gegn Fjölni) við verðskulduðum ekki að tapa þeim leik. Næsti leikur er heima gegn mjög góðu liði (FH). Ég sá það í síðasta leik í sjónvarpinu og þeir unnu 2-0."

,,Það verður erfiður leikur en við getum verið mjög hættulegir heima og til að fá þrjú stig þurfum við að hafa trú. Við vitum að við erum góðir núna, vonandi verður þetta góður leikur þannig að við náum góðum úrslitum."


Stolpa hefur leikið á vinstri kantinum í upphafi sumars en í gær var hann fremsti maður, þar sem hann finnur sig best. ,,Ég er framherji og það er betra fyrir mig að spila þar. Við vorum að spila aðra taktík og þjálfarinn var að reyna aðrar leiðir en núna ákvað hann að nota mig frammi og ég var ánægður með það. Ég spila auðvitað þar sem þjálfarinn vill nota mig en ég tel mig vera mun betri frammi."

Stolpa kom til Íslands nokkrum dögum fyrir mót og honum líkar vel í Grindavík. ,,Veðrið er ekki svo gott hérna en þetta er fínt. Þetta er lítill bær, þú getur einbeitt þér 100% að fótboltanum og þetta er góður staður til að æfa og spila fótbolta."

,,Allir í kringum liðinu og leikmennirnir hjálpa mér. Ég fékk ekki mikinn tíma til að kynnast leikmönnunum en allt fólkið í bænum og allir í liðinu hafa verið hjálpsamir þannig að það hefur verið auðveldara fyrir mig að komast inn í lið,"
sagði Stolpa sem segir Landsbankadeildina hafa komið sér skemmtilega á óvart.

,,Ég var viss um að það væri mikið um líkamlega barátta í þessari deild og það kom á daginn. Það eru nokkur mjög góð fótboltalið hérna þannig að deildin kom á skemmtilega á óvart því ég hafði ekki heyrt neitt um Ísland. Ég vissi lítið um styrkleikann hér."

Pólverjar eru á meðal liða sem taka þátt á EM í sumar og Stolpa ætlar að sjálfsögðu að fylgjast með gangi mála hjá löndum sínum.

,,Okkur hlakkar til að horfa á leikina í sjónvarpinu. Það eru tveir Króatar í liðinu og við erum að grínast með þetta, okkur hlakkar til að horfa á leikina og styðja okkar lið," sagði hinn geðþekki Tomasz Stolpa að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir
banner