fim 26. júní 2008 14:35
Hörður Snævar Jónsson
Landsbankad: Leikmaður 8.umferðar - Guðjón Baldvinsson (KR)
Guðjón fagnar fyrra marki sínu í leiknum.
Guðjón fagnar fyrra marki sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Guðjón með boltann í leiknum.
Guðjón með boltann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Guðjón fagnar fyrsta marki sínu í efstu deild.
Guðjón fagnar fyrsta marki sínu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Guðjón Baldvinsson sóknarmaður KR átti frábæran leik þegar liðið vann HK 3-0. Guðjón skoraði fyrstu tvö mörkin og spilaði vel. Hann er leikmaður 8. umferðar hér á Fótbolta.net.

Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson er 22 ára gamall framherji sem gekk í raðir KR frá Stjörnunni fyrir þessa leiktíð. Guðjón hefur verið í byrjunarliði KR í öllum átta leikjum liðsins í Landsbankadeildinni í sumar og skorað í þeim fimm mörk. Hann á að baki 12 landsleiki, fjóra fyrir U17 og átta fyrir U21 en hann hefur þó enn ekki náð að skora í þeim leikjum.
,,Ég var gríðarlega sáttur með mína spilamennsku í leiknum," sagði Guðjón Baldvinsson þegar Fótbolti.net ræddi við hann í dag en hann var einnig sáttur með spilamennsku liðsins í leiknum.

,,Það var hrikalega góð tilfinning að finna það að allir voru að berjast fyrir alla og liðið er búið að vera að gera það í undanförnum leikjum, það er búinn að vera mikill vaxandi í þessu og í þessum leik small þetta allt saman."

HK liðið átti ekki góðan dag og voru KR-ingar klaufar að vinna ekki stærra.

,,Það er óhætt að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta leik en við mættum tilbúnir í leikinn og komum þeim kannski í opna skjöldu hvað við börðumst og gerðum þetta vel," sagði Guðjón sem var ánægður með mörkin tvö.

,,Það er óneitanlega smá heppnisstimpill yfir seinna markinu því ég ætlaði að gefa hann á Viktor. Það var kannski kominn tími á smá að þetta færi að detta fyrir mann því maður er búinn að skjóta nokkrum sinnum í slánna og stöngina."

Guðjón gekk í raðir KR fyrir tímabilið frá Stjörnunni og líkar vistin vel.

,,Mér líkar gríðarlega vel í KR, það er góður andi og mér líkar rosalega vel," sagði Guðjón sem finnst vaxandi í leik sínum.

,,Mér finnst þetta hafa vaxið hjá mér en mér finnst ég eiga meira inni og það er bara góðs viti að finnast það og vonandi gerist þetta í seinni umferðinni."

Hann segir muninn á Landsbankadeildinni og 1. deildinni ótrúlegan. ,,Það er alveg ótrúlegur munur þar á, stemningin í kringum þetta og bara allt saman, það er ekki hægt að líkja þessu saman."

Guðjón og Björgólfur Takefusa hafa verið að ná vel saman í framlínu KR að undanförnu og skorað grimmt.

,,Það er alveg frábært, við höfum verið að læra inná hvorn annan með hverjum leiknum og vonandi höldum við því bara áfram því hann er frábær fótboltamaður."

Eftir að Guðjón gekk í raðir KR hafa tveir framherjar horfið á braut, þeir Grétar Ólafur Hjartason og Jóhann Þórhallsson en Guðjón segir það vissulega slæmt.

,,Samkeppni er alltaf góð, það þarf að hafa breidd ef einhverjir meiðast. Það var hrikalega leiðinlegt að missa Grétar sem engin bjóst kannski við en við verðum bara að gera gott úr því sem við höfum og verðum heppnir með meiðsli. Guðmundur Pétursson er þarna og hann hefur verið að standa sig mjög vel þegar hann kemur inná."

Stuðningsmenn KR, MIðjan er þekkt fyrir að styðja vel við bakið á liði sínu sama hvernig gengur og Guðjón segir þá ótrúllega.

,,Mig grunaði ekki að stuðningsmenn gætu haft svona mikil áhrif, þegar maður heyrir þá syngja þarna sama hvernig gengur allar 90 mínúturnar, það er alveg frábært og þeir eiga mikið hrós skilið þessir meistarar."

KR-ingum gekk ekki vel í byrjun móts en hafa verið að rífa sig upp að undanförnu.

,,Við náðum að rífa okkur upp úr því, við vorum allir ákveðnir í því að við áttum skilið meira en við vorum að fá og með hjálp dyggra stuðningsmanna hefur þetta tekist.," sagði Guðjón að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 7.umferðar - Prince Rajcomar (Breiðablik)
Leikmaður 6.umferðar - Tommy Nielsen (FH)
Leikmaður 5.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner