Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 10. júlí 2008 23:42
Hafliði Breiðfjörð
1.deild umfjallanir: Haukar og Þór með sigra
Ármann Pétur Ævarsson skorar fyrir Þór í kvöld.
Ármann Pétur Ævarsson skorar fyrir Þór í kvöld.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Ingvar Jónsson markvörður Njarðvíkur grípur boltann.
Ingvar Jónsson markvörður Njarðvíkur grípur boltann.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Úr leiknum í kvöld, Ingvar markvörður reynir að ná boltanum úr fótum Einars Sigþórssonar Þórsara.
Úr leiknum í kvöld, Ingvar markvörður reynir að ná boltanum úr fótum Einars Sigþórssonar Þórsara.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Dómaratríóið á Akureyri gengur af velli.
Dómaratríóið á Akureyri gengur af velli.
Mynd: Pedromyndir - Þórir Tryggvason
Haukar fagna einu marka sinna í kvöld.
Haukar fagna einu marka sinna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Geir Eiðsson með boltann í kvöld.
Hilmar Geir Eiðsson með boltann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Denis Curic nýbúinn að skora framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni.
Denis Curic nýbúinn að skora framhjá Bjarna Þórði Halldórssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Geir í háloftabaráttu við Björn Pálsson.
Hilmar Geir í háloftabaráttu við Björn Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Curic fagnar marki sínu.
Curic fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Þegar er búið að fjalla um leik ÍBV og Selfoss en hér að neðan eru umfjallanir um leik Þórs og Njarðvíkur og viðureign Stjörnunnar og Hauka.

Ármann afgreiddi Njarðvík
Þór Akureyri 3-1 Njarðvík
0-1 Aron Smárason (25)
1-1 Alexander Linta (67)
2-1 Ármann Pétur Ævarsson (80)
3-1 Ármann Pétur Ævarsson (89)

Í kvöld unnu Þórsarar Njarðvíkinga á Akureyrarvelli í kvöld 3-1. Gestirnir byrjuðu þó leikinn betur og Aron Smárason kom gestunum yfir á 25 mínútu úr vítaspyrnu. Heimamenn náðu síðan ekki að jafna leikinn fyrr en á 67. mínútu þegar Alexander Linta jafnaði leikinn einnig úr vítaspyrnu, en tvö mörk frá Ármanni Pétri á síðustu 10 mínútunum gerðu vonir Njarðvíkinga um sigur að engu og sigur heimamanna því höfn.

Leikurinn byrjaði þó rólega en bæði lið þreifuðu fyrir sér, þó voru heimamenn úr Þór örlítið sterkari en náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Á 25. mínútu kom heldur betur fjör í leikinn.

En gestirnir sóttu að marki Þórs, Frans Elvarsson fékk boltan í fæturnar með Kristján Sigurólason í bakinu og eftir örlítla snertingu féll Frans við og dómari leiksins var fljótur að benda á vítapunktin þrátt fyrir ítrekuð mótmæli heimamanna. Aron Smárason tók vítaspyrnuna fyrir gestina, góð spyrna sem Árni Skaptason réð ekki við og gestirnir því komnir með forystuna.

Mínútu síðar var þó Ármann Pétur þó nærri því búinn að jafna metin þegar hann náði að spila sig vel inn í markteig gestanna og var komin í gott skotfæri en skot hans fór rétt framhjá markinu. Eftir mark gestanna sóttu liðin á til skiptist, en á 35. mínútu gerðist mjög umdeilt atvik þegar Hans Kristján Scheving rak Jóhann Helga Hannesson leikmann Þórs útaf, en erfitt var fyrir áhorfendur að sjá hvað Jóhann Helgi Hannesson gerði sem olli brottrekstrinum.

Þórsarar gáfust þó ekki upp og Hreinn Hringsson var nærri því búinn að jafna metin þegar hann fékk knöttinn óvænt inn í teig eftir mistök í vörn Njarðvíkur en skot hans beint á Ingvar Jónsson markmann Njarðvíkur. Fátt markvert gerðist á lokamínútum fyrri hálfleiks og því leiddu gestirnir 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn líkt og sá fyrri byrjaði frekar rólega og hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Á 61. mínútu lék Guðni Erlendsson sig laglega í gegn um vörn Þórs og náði að koma sér í fínt skotfæri, lét vaða á markið en skot hans fór yfir mark heimamanna. Heimamenn náðu betri tökum í leiknum og á 67. mínútu leit jöfnunarmark heimamanna dagsins ljós. Heimamenn léku vel á milli sín á hægri kantinum, Ármann Pétursson fékk laglega sendingu inn í teiginn og þar braut Alexander Magnússon á Ármanni Ævarssyni innan teigs og Hans Kristján dómari leiksins var ekki í neinum vafa og dæmdi vítaspyrnu.

Alexander Linta gekk að vítapunktinum til að taka spyrnuna, spyrna Linta var mjög föst á hnitmiðuð og þó að Ingvar Jónsson valdi rétt horn átti hann litla sem enga möguleika á að verja vítaspyrnuna hans Linta og því staðan 1-1.

Við jöfnunarmarkið efldust heimamenn til muna og sóttu harðar að marki Njarðvíkur. Þessi aukni kraftur heimamanna skilaði sér síðan á 79. mínútu þegar Einar Sigþórsson nær að nýta sér mistök í vörn gestanna og átti góða sendingu inn fyrir vörn Njarðvíkur á Ármann Pétur sem var kominn í gegn á átti aðeins í raun markmanninn eftir, en þegar hann er kominn í gott skotfæri togar Alexander Magnússon Ármann niður inn í vítateig og dómari leiksins var ekki í neinum vafa og dæmdi vítaspyrnu og vísaði Alexander Magnússyni af velli.

Vítaspyrnunna tók Ármann Pétur sjálfur, spyrnan var þó ekki nægilega góð og Ingvar Jónsson náði að verja spyrnuna en hann náði þó ekki að halda knettinum sem varð til þess að Ármann náði að fylgja á eftir skotinu og skoraði framhjá Ingvari í annari tilraun.

Eftir markið reyndu gestirnir hvað sem þeir gátu til að jafna metin en þessi aukni ákafi gestanna kom heldur betur í bakið á þeim undir lok leiksins.

En á 88. mínútu gleymdu Njarðvíkingar sér í sókninni misstu knöttinn, Einar Sigþórsson fékk knöttinn og gaf góða sendingu á Ármann Pétur sem var kominn einn í gegn, lék laglega á Ingvar Jónsson markmann Njarðvíkur og renndi knettinum örugglega í markið og heimamenn því komnir í þægilega stöðu, 1-3.

Hans Kristján dómari leiksins flautaði leikinn síðan af þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulega leiktíma og því sigur Þórs staðreynd.

Ummæli eftir leik

Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs og maður leiksins var að vonum ánægður með stigin þrjú: ,,Að sjálfssögðu er ég sáttur, það kom ekkert annað til greina en þrjú stig í dag. Við erum búnir að tapa nokkrum leikjum í röð og ekkert hefur gengið, samt berjast allir, ekkert að móralnum, vinnum 3-1, einum manni færri langan hluta af leiknum, þetta var frábært. Það þarf ekkert að svekkja sig á dómara leiksins, fótbolti gengur út á að skora mörk og dómarinn skorar enginn mörk þannig að maður svekkir sig ekkert á dómaranum."

,,Mér fannst við stjórna leiknum allan leikinn, gerðum það sem þurfti. Það gáfu allir 10% í viðbót þegar við misstum leikmann útaf og náðum þannig að halda tampi. Get eiginlega ekki sagt meira,"
sagði Ármann Pétur maður leiksins ánægður í leikslok.

Fótbolti.net, Akureyri - Sölmundur Karl Pálsson.

Haukar komnir í þriðja sætið
Stjarnan 4-5 Haukar:
0-1 Edilon Hreinsson ('9)
1-1 Þorvaldur Árnason ('12)
2-1 Þorvaldur Árnason ('15)
2-2 Hilmar Geir Eiðsson ('22)
2-3 Denis Curic ('29)
3-3 Þorvaldur Árnason ('81)
3-4 Hilmar Geir Eiðsson ('83)
3-5 Edilon Hreinsson ('86, víti)
4-5 Sigurbjörn Ingimundarson ('90)

Það var vel mætt í Garðabæinn í kvöld, þegar Stjarnan tók á móti Haukum. Fyrir leikinn voru Haukar með 18 stig, þremur stigum færri en Stjarnan sem voru í 3.sæti.

Fyrsta færi leiksins áttu heimamenn, Halldór Orri Björnsson átti þá skot að marki Hauka rétt inn í vítateig vinstra megin en Amir varði mjög vel í horn. Þetta var eina færi leiksins í stöðunni 0-0, því það var Edilon Hreinsson sem kom gestunum yfir í leiknum á 11.mínútu, eftir að hafa stolið boltanum af varnarmanni Stjörnunnar fyrir utan vítateig keyrði hann að markinu og lagði boltann framhjá Bjarna Þórð í marki Stjörnunnar.

Þetta var einungis byrjunin, því nánast í næstu sókn jöfnuðu Stjörnumenn. Halldór Orri átti þá hornspyrnu sem lenti í miðjum markteignum og eftir klafs náði Þorvaldur Árnason að pota í boltann og inn fór hann, óverjandi fyrir Amir.

Á 15.mínútu skoraði Þorvaldur Árnason svo þriðja mark leiksins, eftir fyrirgjöf frá hægri, kingsaði Edilon boltann í vörninni og boltinn beint í fætur Þorvaldar sem gerði allt hárrétt og skoraði, en færið var nokkuð gott og lítið annað í stöðunni fyrir svona góðan markaskorara eins og Þorvaldur er.

Sjö mínútum síðar kom síðan fjórða mark leiksins. Eftir að Hilmar Trausti Arnarsson hafði gefið fyrir á Denis Curic sem átti skot að marki Stjörnunnar úr ákjósanlegu færi, en Bjarni Þórður varði afar vel í horn. En uppúr horninu skoraði Hilmar Geir Eiðsson jöfnunarmarkið. 2-2 staðan orðin og rétt rúmlega 20 mínútur liðnar af leiknum.

Gestirnir voru ekki hættir, Hilmar Geir átti langa sendingu yfir vörn Stjörnunnar sem var nokkuð flöt og hinn eldfljóti framherji Hauka, Denis Curic nýtti sér það og stakk varnarmenn heimamanna af og lagði síðan boltann framhjá Bjarna. Staðan orðin 3-2.
Tveimur mínútum síðar skoraði Denis Curic síðan aftur en var réttilega dæmdur rangstæður. Hilmar Geir hafði þá tekið tvo varnarmenn á og var kominn innfyrir en ákvað að gefa á Denis sem var rangstæður.

Á 37.mínútu heimtuðu Stjörnumenn að umdeildur dómari leiksins mundi dæma mark. En uppúr einni af fjölmörgum hornspyrnu Stjörnunnar í leiknum átti Björn Pálsson skot að marki Hauka sem Amir varði ævintýralega, en Stjörnumenn voru æfir og héldu því fram að Amir hafði verið inn í markinu þegar hann varði. Undiritaður var ekki í góðri stöðu til að dæma þetta atvik, en Magnús og hans aðstoðarmaður, Gunnar Gylfason héldu því fram að boltinn hafi ekki farið allur inn fyrir og því hélt leikurinn áfram. Bæði Björn Pálsson og Zoran Stojanovic fékk gult spjald fyrir nöldur.

Síðasta færi hálfleiksins átti síðan Björn Pálsson sem var kominn í ákjósanlegt marktækifæri, en hann var kominn vel inn í vítateig gestanna, einn og óvaldaður, en skot hans í hliðarnetið.

Seinni hálfleikurinn einkenndist af góðum varnarleik Hauka sem voru þéttir fyrir og sóknarmenn Stjörnunnar komust ekkert áleiðis. Sóknarleikur Hauka einkenndist af löngum sendingum sem hinir fljótu sóknarmenn þeirra, Hilmar Geir og Denis Curic áttu að hlaupa upp.

Þegar um níu mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu Stjörnumenn leikinn. En þar var að verki Þorvaldur Árnason sem var að skora sitt þriðja mark í leiknum. Eftir langasendingu frá Birni Pálssyni fékk Þorvaldur boltann inn í vítateig Hauka en hann var aleinn og engin pressa sem hann fékk frá varnarmönnum Hauka og því var auðvelt fyrir Þorvald að leggja boltann í netið framhjá Amir. Staðan orðin 3-3 eftir 81.mínútur, en á 83.mínútu komust Haukamenn aftur yfir.

Denis Curic tók einn varnarmann á fyrir utan teig og Hilmar Geir tók við boltanum og skaut að marki Stjörnunnar, skotið hnitmiðað í hornið og Haukamenn komnir yfir aftur.
Denis Curic var síðan aftur í eldlínunni stuttu síðar, eftir misskilning í vörn Stjörnunnar, setti Denis í fimmta gír og var undan í boltann en Bjarni Þórður sem braut á Denis og Magnús Þórisson ekki í vafa um að dæma vítaspyrnu og fékk Bjarni að líta gula spjaldið. Edilon Hreinsson tók spyrnuna og skoraði.

Síðasta mark leiksins var síðan Stjörnumanna. Í uppbótartíma fékk varamaðurinn Sigurbjörn Ingimundarsson boltann á fjær eftir fyrirgjöf og lagði hann boltann í netið.
Tíminn var of skammur fyrir heimamenn til að jafna. Sigur Hauka í fjörugum leik því staðreynd.

Fótbolti.net, Garðabær - Arnar Daði Arnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner