Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. júlí 2008 09:44
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Samir Nasri til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gengið frá kaupunum á franska landsliðsmanninum Samir Nasri en hann kemur frá Marseille fyrir óuppgefna upphæð.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður hefur gert langtíma samning við Arsenal en hann hefur staðið sig vel með Marseille og franska landsliðinu.

,,Þetta er mikilvægt skref í lífiu mínu sem fótboltamanns því Arsenal er stórt félag," sagði Nasri.

,,Það er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa svona frábæran knattspyrnustjóra til að vinna með og ég hlakka til að vinna bæði með Arsene Wenger og öllum nýjum liðsfélögunum mínum."

,,Ég get splað bæði á miðjunni og á köntunum. Á ferli mínum hef ég spilað fyrir aftan einn eða tvo framherja, vinstra megin eða úti hægra megin,"
sagði Nasri.

Nasri hefur oft verið kallaður hinn nýij Zinedine Zidane en hann hefur verið í herbúðum Marseille frá níu ára aldri.

,,Hann er ungur, snöggur og tæknilega framúrskarandi leikmaður," sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal.

Nasri gæti fyllt skarðið sem Alexander Hleb skilur eftir sig en miklar líkur eru á að hann muni ganga til liðs við Barcelona á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner