Hallgrímur Mar Steingrímsson átti stórleik í liði Völsungs sem lagði Gróttu 3-1 í 2. deildinni í dag en hann fékk að líta gula spjaldið í leiknum fyrir að fara úr keppnistreyjunni og sýna bol með nafni Jónasar Hallgrímssonar og hjarta utan um þegar hann fagnaði marki sínum í leiknum.
,,Það stóð JÓNAS á bolnum og nafnið hans var inni í hjarta. Ég var búinn að ákveða að tileinka honum þetta mark," sagði Hallgrímur í samtali við Fótbolta.net í dag en Jónas Hallgrímsson hætti þjálfun liðsins fyrir helgi vegna dómgæslu sem liðið hefur fengið gegn sér í sumar.
,,Ég skrifaði þetta bara sjálfur á bolinn, ég var búinn að ákveða að ég myndi skora í leiknum," sagði Hallgrímur en hann fékk að líta gula spjaldið fyrir að fara úr treyjunni, regla sem er vel þekkt í knattspyrnuheiminum og Hallgrímur gerði sér grein fyrir því fyrirfram. ,,Ég vissi alveg að ég myndi fá spjald en þetta var þess virði," sagði hann.
Hallgrímur átti annars stórleik í dag og fór oft illa með leikmenn Gróttu. Hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu og bjó til hin tvö mörkin fyrir lið sitt. ,,Ég held að ég hafi aldrei spilað betur," sagði Hallgrímur að lokum í samtali við Fótbolta.net.

- Jónas Hallgrímsson hættur með Völsung vegna dómgæslu!
- Jónas Hallgrímsson útskýrir afhverju hann hætti
- Yfirlýsing frá knattspyrnuráði Völsungs
- Yfirlýsing frá KSÍ vegna ummæla Jónasar Hallgrímssonar
- Jónas stendur við hvert einasta orð og hættir strax með Völsung
- Hætti í meistaraflokksráði Völsungs útaf yfirlýsingunni
- Leikmenn Völsungs vilja Jónas Hallgrímsson áfram
- Þórir Hákonarson: Brá við að sjá ummæli Jónasar
- Ákveðnum ummælum Jónasar vísað til aganefndar
- Jónas Hallgrímsson þakkar stuðninginn í yfirlýsingu
Athugasemdir