Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 19. júlí 2008 10:28
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AFP 
Kaka að ganga í raðir Chelsea
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Kaka sem leikur með AC Milan á Ítalíu er að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en kaupverðið er heimsmet, 80 milljónir punda. Þetta er haft eftir umboðsmanni hans í dag.

Ítalska félagið keypti Ronaldinho landa Kaka á miðvikudag þrátt fyrir fréttir af fjárhagsörðuleikum og Diogo Kotscho umboðsmaður Kaka segir að allir aðilar vilji nú ganga frá samningum.

,,Real Madrid bauð 90 milljónir evra síðasta sumar og Milan hugsaði ekki einu sinni um tilboðið," sagði Kotscho við Guardian.

,,Núna er þetta öðruvísi. ÞEtta er í fyrsta sinn sem við teljum að af samningum gæti orðið."

,,Vegna stöðu Milan sem stendur er samningurinn góður fyrir alla aðila málsins. Skiptin gætu hækkað laun Kaka verulega því ofan á 10% af félagaskiptunum sem fer hvort eð er til leikmannsins bætast 15 milljónir evra. Chelsea er félagið til að vera hjá núna, þeir eru að búa til lið til að vinna allt."


Búast má við að ef af samningum verður þá verður það heimsmet því um er að ræða 100 milljónir evra og fyrra met var 80 milljónir evra þegar Real Madrid keypti Zinedine Zidane frá Juventus árið 2001.

Ef hann fer til Chelsea þá hittir hann þar fyrir Luiz Felipe Scolari nýráðinn stjóra liðsins sem gaf honum fyrsta tækifærið með brasilíska landsliðinu árið 2002 og valdi hann í fyrsta sinn á HM 2002. Kaka er samningsbundinn AC Milan til 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner