Marel Jóhann Baldvinsson leikmaður Breiðabliks átti stórleik þegar liðið valtaði yfir Skagamenn á sunnudag. Marel lagði upp þrjú mörk í 6-1 sigri og átti góðan leik.

Marel Jóhann Baldvinsson er 27 ár gamall framherji sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið hjá Molde í Noregi í eitt og hálf ár. Marel hefur leikið 10 leiki með Blikum í sumar og skorað eitt mark en hann var meiddur í upphafi móts. Hann var markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar sumarið 2006 en þá skoraði hann 11 mörk í 13 leikjum. Marel á að baki 16 landsleiki en hefur enn ekki náð að skora
Allir í liði Blika áttu góðan dag en sóknarmenn liðsins nýttu færin sín mjög vel. ,,Það gekk allt upp, við vorum að klára færin, vörnin var að spila vel og í raun small bara allt saman hjá okkur í þessum leik."
Skagamenn áttu ekki góðan leik en Marel segir að það hafi verið vegna þess hversu vel stemdir Blikar mættu í leikinn.
,,Ég held að við getum bara þakkað okkur sjálfum fyrir hversu lítil mótspyrna var með því að mæta almennilega til leiks og setja mark á þá snemma og þá verður þetta auðveldara. Þetta hefði ekki verið svona hefðum við ekki mætt almennilega til leiks og gefið þeim eitthvað þannig við getum bara þakkað okkur sjálfum fyrir hvernig þessi leikur spilaðist."
Marel sem hefur verið að spila vel í síðustu leikjum lagði upp þrjú mörk í leiknum.
,,Það er gaman að leggja upp og skora, það er það sem sóknarmenn eiga að vera að gera, það er að skapa og það gekk vel í þessum leik," sagði Marel sem var ánægður með það hversu vel leikmenn kláruðu færin í leiknum.
,,Það er ekki búið að ganga nógu vel en við höfum verið að skapa mikið og það er jákvætt. Í þessum leik voru menn að klára færin og það er hið besta mál."
Blikar byrjuðu mótið ekki vel en stöðuleika vantaði í liðið sem hefur verið að koma undanfarið.
,,Hlutirnir hafa farið að detta með okkur og með nokkrum sigrum þá kemur aukið sjálfstraust í liðið, þetta tekur allt smá tíma en við höfum verið á góðri siglingu og vonandi heldur þetta bara áfram."
Móralinn í liði Breiðabliks virðist vera góður en áskoranir ganga á milli þjálfara og leikmanna.
,,Þetta er góð blanda í þessum hóp, það eru ungir strákar, nokkrir gamlir reynsluboltar í bland við útlendingana sem eru góðir strákar og þetta kemur vel saman, það er líka mikilvægt í þessu að hafa góðan móral."
Marel hefur í undanförnum leikjum verið að spila með Jóhanni Berg Guðmundssyni í framlínu liðsins og líkar vel.
,,Það er virkilega gott að spila með honum, hann er náttúrulega gríðarlega efnilegur strákur sem á framtíðina fyrir sér. Það er gott að spila með honum því við pössum mjög vel saman."
Marel byrjaði mótið ekki vel en hann var að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu og hefur verið að komast í gang.
,,Það er bara þannig að þegar maður er að missa út æfingar, ég er eins og hver annar sem lendir í svoleiðis. Í síðustu leikjum hefur maður verið að ná að æfa og spila leiki og þá gengur þetta betur," sagði Marel sem finnst deildin skemmtilegri en árið 2006 þegar hann lék hér síðast.
,,Ég er ekki frá því að þetta sé skemmtilegri deild, fleiri leikir og umgjörðin alltaf að verða betri í kringum þetta," sagði Marel en Blikar eru nú í þriðja sæti deildarinnar.
,,Þetta voru góð úrslit í gær fyrir okkur, það er stutt í toppinn en það er kannski full snemmt að vera að spá í því. Við erum með öflugan hóp og á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er en við þurfum að halda þessum stöðuleika."
Næsti leikur Blika er á fimmtudag gegn Keflavík í átta liða úrslitum VISA-bikarsins.
,,Það er mikilvægur leikur gegn Keflavík sem er nú gríðarlega öflugt lið, það ætti að verða hörkuleikur, tvö lið sem vilja spila fótbolta," sagði Marel að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Leikmaður 11.umferðar - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Leikmaður 10.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 9.umferðar - Arnar Grétarsson (Breiðablik)
Leikmaður 8.umferðar - Guðjón Baldvinsson (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Prince Rajcomar (Breiðablik)
Leikmaður 6.umferðar - Tommy Nielsen (FH)
Leikmaður 5.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir