Auðun Helgason átti góðan leik í vörn Fram þegar liðið lagði HK 2-0 á mánudag. Auðun er leikmaður 13. umferð hér á Fótbolta.net.

Auðun Helgason er 33 ára gamall og uppalinn hjá FH. Hann hefur einnig leikið með Leiftri á Ólafsfirði hér á landi auk þess sem hann var í fjölda ára í atvinnumennsku hjá Landskrona í Svíþjóð, Lokeren í Belgíu, Viking í Noregi og Neuchatel í Svíþjóð. Hann sneri aftur í íslenska boltann fyrir sumarið 2005 og gekk þá í raðir FH. Hann átti frábæra leiktíð með liðinu það árið og skoraði 5 mörk í 18 leikjum í Landsbankadeildinni. Í lok sumars var hann svo kjörinn íþróttamaður FH. Hann gekk svo í raðir Fram fyrir þessa leiktíð og hefur staðið sig frábærlega. Hann á að baki 35 leiki fyrir A-landslið Íslands auk 12 leikja með U21 árs landsliðinu og 12 með U19 ára landsliðinu.
,,Liðið var að spila ágætlega, við byrjuðum vel og fengum tvö til þrjú mjög góð færi og skoruðum svo eitt, síðan hleypum við þeim aðeins inn í leikinn. Þeir voru grimmir og áttu nokkur skot án þess þó að fá einhver alvöru færi en síðan fannst mér þeir bitlausir í seinni hálfleik og við héldum stöðum og kláruðum þetta svo undir lokin, heilt yfir var ég mjög ánægður með þennan leik."
Fram hefur nú unnið tvo leiki í röð með markatöluna 5-0 en sterkur varnarleikur hefur verið einkennismerki Fram í sumar.
,,Fyrir okkur í Fram eru þetta allt erfiðir leikir en að vinna Fylki sannfærandi og svo núna HK gefur okkur aukið sjálfstraust og segir okkur að við erum að gera eitthvað rétt."
,,Markvarslan og varnarleikurinn frá fyrsta til aftasta manns er búinn að vera góð í allt sumar, við höfum ekki verið að gefa mörg færi á okkur. Við höfum verið inni í flestum leikjum og það er markmiðið er að halda stöðugleika og þá er sterkur varnarleikur númer, eitt, tvö og þrjú."
Framarar hafa fengið gagnrýni fyrir að spila leiðinlegan fótbolta en Auðun segir að liðið leggi nú ekki upp með að spila varnarleik.
,,Við vorum að ræða þetta nokkrir í liðinu í gær að Þorvaldur hefur í raun ekki minnst á neina varnartaktík fyrir neinn leik, við höfum alltaf ætlað að fara upp og sækja, hinsvegar getum við verið betri í að halda boltanum betur, við erum oft á tíðum að missa hann of létt og verða af tækifærum til að halda honum og það veldur því að liðin eru að koma einum of oft á okkur. Það er eins og með varnarleikinn að allt liðið þarf að bæta sig í því að halda boltanum."
,,Leið og við erum með boltann þá horfum við ekkert aftur, það er ekkert launungarmál að við höfum viljað halda hreinu og reyna að byggja ofan á það og það er bara þannig hjá Fram í ár en við höfum þá tök að bæta ofan á það."
Fram er nú í sjöunda sæti með 21 stig jafnmörg stig og KR og Fjölnir sem eru fyrir ofan Fram en er Auðun sáttur með gengið í sumar?
,,VIð erum svona nokkuð ánægðir en ekkert fullkomlega enda ekkert í þannig stöðu en við erum á þokkalegu róli. Við eigum mjög erfitt prógram framundan en markmiðið er að vera fyrir ofan miðju, það væri frábært að vera í 5, 6, 7 sæti."
Framarar hafa oftast verið í mikilli botnbaráttu en nú stefnir í að liðið verði um miðja deild.
,,Það var lykilatriði sem við ræddum fyrir mót að sleppa við fallbaráttu sem kostar gríðarlega orku og alltaf erfitt eins og þetta hefur verið hérna undanfarið að spila í síðustu umferð og geta fallið, það er markmið okkar og er það ennþá að sleppa við það og ná stöðuleika í sterkri deild," sagði Auðun að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Leikmaður 12.umferðar - Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 11.umferðar - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Leikmaður 10.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 9.umferðar - Arnar Grétarsson (Breiðablik)
Leikmaður 8.umferðar - Guðjón Baldvinsson (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Prince Rajcomar (Breiðablik)
Leikmaður 6.umferðar - Tommy Nielsen (FH)
Leikmaður 5.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir