Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. ágúst 2008 11:14
Hafliði Breiðfjörð
Guðjón: Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Guðjón Þórðarson fyrrverandi þjálfari ÍA var í viðtali við útvarp KR fyrir leik liðsins gegn Fjölni í Landsbankadeildinni á þriðjudagskvöld og ein ummæli hans í viðtalinu hafa vakið reiði meðal Skagamanna.

Bogi Ágústsson annar þáttarstjórnanda í Útvarpi KR hafði sagt við Guðjón að menn eigi ekki að koma aftur til þess staðar þar sem þeir hafa náð miklum árangri eins og Guðjón hafði gert með ÍA áður ,,Það er alltaf ákveðin hætta í því, væntingarnar..," sagði Guðjón og hélt svo áfram.

,,Það er líka annað sem gerist, að oft þegar þetta gerist, þá gera menn bara ráð fyrir kraftaverkum. Einn vinur minn á Englandi sagði við mig, og ég veit ekki hvort ég má segja það, en það er hinsvegar alveg hægt að segja það hér, að þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít. Það er alveg ljóst, og það þarf ýmislegt til. En menn mega aldrei blindast af því að það þarf að búa til stradegíu og það þarf að hafa plan og vinna eftir því. Það er aldrei hægt að leggja út með fótboltalið og vonast til þess að það sé eins manns vinna að breyta fótboltaklúbb og snúa honum við."

Á vefsíðu ÍA er mikið rætt um þessi ummæli Guðjóns á spjallborði síðunnar í dag þar sem ljóst er að margir eru reiðir yfir ummælunum. Í frétt á vefsíðunni þar sem fjallað er um sigur liðsins á FC Honka í UEFA Cup í gærkvöld segir meðal annars:

,,Eftir ólgu síðustu daga er rétt að horfa jákvætt á það sem sást á vellinum í dag. Kjúklingarnir munu með öflugum stuðningi skila sínu - þó svo að kjúklíngaskítur geti verið gagnlegur til síns brúks þá er ljúfengt kjúklingasalat framundan á Skaganum:=)"

Sjá einnig:
Vefsíða ÍA
Útvarpsviðtalið við Guðjón af útvarpi KR (mp3)
Athugasemdir
banner
banner
banner